Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Sissi og Heiddi fóru á kostum gegn Stjörnunni29. september 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarFimmeinn.is velur Sissa og Heidda í lið 3. umferðar Handboltavefurinn fimmeinn.is hefur valið úrvalslið 3. umferðar Olís-deildar karla. Sigþór Árni Heimisson sem átti stórleik og skoraði 11 mörk gegn Stjörnunni er valinn besti miðjumaður umferðarinnar og Heiðar Þór Aðalsteinsson sem einnig átti skínandi leik og skoraði 9 mörk var valinn besti vinstri hornamaðurinn. Þess má til gamans geta að Heiðar lýsti Sigþóri sem hröðum og dvergvöxnum eftir leikinn umtalaða, nánar hér. Annars er lið 3. umferðarinnar þannig skipað að áliti tíðindamanna fimmeinn.is: Markvörður: Hlynur Morthens Val Vinstri skytta: Björgvin Þór Hólmgeirsson ÍR Vinstra horn: Heiðar Þór Aðalsteinsson Akureyri Miðja: Sigþór Heimisson Akureyri Lína: Tryggvi Þór Tryggvason HK Hægri Skytta: Jóhann Gunnar Einarsson Aftureldingu Hægra horn: Theodór Sigurbjörnsson ÍBV Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook