Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Stefán Guðnason var hetja Akureyrarliðsins undir lok leiksins

5. apríl 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Síðbúin viðtöl eftir sigurleikinn á Val

Þó að nokkuð sé liðið frá leik Akureyrar og Vals þá birtum við hér samantekt á umsögnum leikmanna og þjálfara liðanna í leikslok. Fyrstur á dagskrá er Hjalti Þór Hreinsson blaðamaður Vísir.is og Fréttablaðsins en hann ræddi við leikmennina Stefán Guðnason og Sturlu Ásgeirsson svo og Atla Hilmarsson.

Stefán Guðnason: Lokaði markinu til að losna við skammir frá Bjarna Fritz

Stefán Guðnason var að vonum kátur eftir leik enda mætti hann í markið undir lokin og lokaði því hreinlega, varði þrjú síðustu skot leiksins og átti mikið í því að heimamenn lönduðu sigri.
„Það komu þægileg skot, vörnin small í gang og lokaði vel þannig að skotmenn gátu varla sett hann annarstaðar en þar sem ég náði til. Bjarni er alltaf á bakinu á mér með staðsetningar fyrir hvert mark sem ég fæ á mig í leik þá er hann kominn er það bara hálftími aukalega með honum. Það er því best að hafa mörkin sem fæst, því þá kemst ég fyrr heim.“

Núna er það ljóst að Akureyringar mæta FH í úrslitum, er Stefán sáttur með þá niðurstöðu?
„Það er skemmtilegra að fá FHinga og þá eru það helst sárindi frá síðasta tímabili sem sitja í manni og ég er mjög ánægður að fá tækifæri til að kvitta fyrir það.“

Sturla Ásgeirsson: Ætlaði aldrei aftur í frí fyrir páska

Sturla Ásgeirsson var ekkert sérstaklega sáttur eftir leikinn í kvöld enda voru Valsmenn inni í leiknum þangað til að Stefán Guðnason lokaði markinu.
„Já, þetta var bara fínn leikur af okkar hálfu þangað til að það voru bara 2-3 mínútur eftir. Stefán kom í markið, Fúsi er eini sem er svona stór fyrir sunnan og hann er með okkur í liði þannig að mönnum brá og skutu bara í hann. Það voru rosalega dýrar vörslur fyrir okkur, þeir náðu að skora í bakið og komast yfir.“
Var hann annars sáttur með leik Valsmanna í kvöld þrátt fyrir tap? „Þetta var einn af okkar betri leikjum í vetur, skemmtilegt að spila enda fullt af fólki í húsinu enda mikilvægur leikur fyrir Akureyri. Bara helst súrt að fá ekkert út úr þessu. Það er líf í húsinu, maður heyrir í þeim og það er bara gaman enda eflir það mann bara og peppir.“

Þetta er annað árið í röð sem Sturla er að fara í frí áður en úrslitakeppnin hefst. Þetta er væntanlega ekki í takt við væntingar og plön?
„Sama gerðist í fyrra, ég sagði þá við mig að þetta ætti aldrei að gerast aftur að vera kominn í frí fyrir páska. Ég, strákarnir og allt félagið erum mjög óánægð með að komast ekki í úrslitin. Einhverjir dýrir punktar á tímabilinu eru að gera það að verkum að við erum ekki að komast áfram. Við höfum sýnt það að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild á góðum degi eins og flest lið í þessari deild.


Sturla var valinn maður Valsliðsins þegar liðin mættust á Akureyri í október 2011

Oft hefur þetta munað ofboðslega litlu, verið að fá á okkur mörk á lokakafla leiks og annað slíkt. Við komum samt sterkir inn í þessa síðustu umferð en það var bara ekki nóg, of lítið of seint.“ Sagði Sturla Ásgeirsson stuttu áður en hann lagði af stað út í rútu sem hann taldi ágætlega verðskuldað miðað við árangur tímabilsins.

Atli Hilmarsson: ánægður með karakterinn

„Ég er bara rosalega ánægður að ná að klára þetta. Þetta er mjög mikilvægt upp á framhaldið að láta ekki slá sig útaf laginu. Við höfum verið á góðu róli og viljum halda því áfram.

Við vorum mjög ósáttir með okkur í hálfleik og ákváðum það að breyta aðeins varnarleiknum, færa okkur framar og komast í meiri snertingu við þá og það gekk ágætlega framan af en svo duttum við aftur í sama farið. Þetta er samt Akureyrar-karakterinn að klára þetta svona í restina.
Aðalatriðið í þessum leik var að vinna og sjá hvað það gefur okkur, því miður var það bara þriðja sætið, en samt. Að lenda í þriðja sæti í þessari deild finnst mér bara vera frábær árangur miðað við allt og allt. Við vorum í tómum vandræðum í fyrstu umferð og næst neðstir lengi vel. Við höfum verið á siglingu og það fyllir mann bjartsýni fyrir úrslitakeppnina.“

Nú er það ljóst að Akureyri mætir FH í undanúrslitum.
„Það verður viss mótivering hjá okkur að svara fyrir síðasta tímabil og þessi leikur fyrir tveimur umferðum síðan á móti þeim hjálpar okkur þar sem við gjörsamlega pökkuðum þeim saman. Með það að framkalla svoleiðis leik aftur þá erum við í fínum málum. Þessi fjögur lið sem komast áfram plús Fram eru öll frábær lið og allt getur gerst. Auðvitað hafa Haukar og FH forskot sem er heimaleikjarétturinn.“

Atli er væntanlega sáttur með innkomu Stefáns Guðnasonar í markinu, er hann að minna á sig fyrir úrslitakeppnina?
„Hann fær nú ekki mörg tækifæri en þegar hann það gerist þá kemur hann svona inn og það er alveg frábært. Auðvitað minnir hann á sig, það er alveg frábært að gera þetta svona.“


Atli gefur Geir Guðmundssyni góð ráð í Valsleiknum

Andri Yrkill Valsson blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Atla Hilmarsson eftir leikinn.

Atli Hilmarsson: Viljum vitanlega fara alla leið

„Þetta var skrítinn leikur. Við komum illa innstilltir og vorum eiginlega bara á hælunum í byrjun. Það var sama hvert var litið, við vorum seinir til baka, seinir fram, lélegir í sókn og lélegir í vörn svo það er eiginlega með ólíkindum að við höfum einungis verið einu marki undir í hálfleik,“ sagði Atli Hilmarsson eftir sigurinn á Val.

„Við vorum góðir í byrjun seinni hálfleiks eins og vill oft vera hjá okkur. Við náum forystu en dettum aftur í sama farið og þeir koma til baka en frábær síðasti kafli hjá okkur skóp þetta. Stefán Guðnason kom einnig sterkur inn í markið og bjargaði okkur á ögurstundu hvað eftir annað.“

Atli segir sterka liðsheild í herbúðum Akureyrar oft skipta sköpum í svona leikjum. „Hún skiptir öllu máli. Við höfum verið að púsla saman liðinu í allan vetur, byrjuðum með fáa vegna meiðsla og svo framvegis. En í undanförnum umferðum höfum við haft okkar sterkasta lið til taks og erum að vera betri og betri. Það er samkeppni um stöður í liðinu og fullt af strákum sem eru utan hóps sem standa sig gríðarlega vel á æfingum og ég hef úr miklum fjölda að velja. En liðið stendur sig hrikalega vel og það sést á hverri einustu æfingu. Það endurspeglast svo í leikjunum þar sem við gefumst ekki upp heldur höldum áfram fram á síðustu sekúndu.“

Liðið mætir FH í úrslitakeppninni og er Atli spenntur fyrir því verkefni. „Mér líst vel á þetta. Við unnum þá sætt hérna um daginn en það skiptir engu máli í svona rimmu. Við eigum harma að hefna frá því á síðustu leiktíð og þar sem við erum komnir í úrslit þeirra fjögurra efstu þá viljum við vitanlega fara alla leið,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, í leikslok.

Að endingu eru hér vídeóviðtöl Þrastar Ernis Viðarssonar blaðamanns Vikudags við þjálfara liðanna en viðtölin birtust á Sport.is.



Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson