Fréttir    	
	                     
		
			8. janúar 2017 - Akureyri handboltafélag skrifarAkureyri U missti unnin leik niður í jafntefli Strákarnir í Ungmennaliði Akureyrar hófu nýja árið með heimaleik gegn Ungmennaliði Stjörnunnar í dag. Jafnræði var með liðunum í upphafi en fljótlega tóku heimamenn völdin á vellinum og náðu fjögurra marka forskoti, í stöðunni 8-4. Strákarnir héldu sínu út hálfleikinn og bættu raunar í því forskotið var fimm mörk í hálfleik, 18-13.Mörk Akureyrar:  Hafþór Már Vignisson 8, Sigþór Gunnar Jónsson 7, Birkir Guðlaugsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Arnþór Gylfi Finnsson 2, Heimir Pálsson 2, Finnur Geirsson 1, Garðar Már Jónsson 1 og Kristján Helgi Garðarsson 1 mark.Mörk Stjörnunnar U:  Birgir Steinn Jónsson 8, Gunnar Johnsen 7, Hjálmtýr Alfreðsson 6, Finnur Jónsson 3, Þorlákur Rafnsson 2 og Bjarki Steinn Þórisson 1.      Fletta milli frétta     Til baka