Fréttir    	
	                     
		
			21. september 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarHvað sögðu menn eftir leik Hauka og Akureyrar? Eftir hörkuleik Akureyrar og Hauka eru komin nokkur viðtöl við leikmenn og þjálfara sem við drögum hér saman. Byrjum á viðtölum Ívars Benediktssonar , blaðamanns Morgunblaðsins sem ræddi við Sverre Andreas Jakobsson og Patrek Jóhannesson, þjálfara Hauka:Sverre: Yngist upp um mörg ár „Við misstum dampinn um stund í síðari hálfleik og það varð okkur að falli,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, leikmaður Akureyrar og annar þjálfari liðsins.Patrekur: Matti kom inn með kraft í síðari „Fyrri hálfleikur var ekki góður og engan vegin eins og ég vildi sjá,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik, 15:12, en sneru við blaðinu í síðari hálfleik. Patrekur var mun sáttari við síðari hálfleik.Lúther Gestsson  viðtölin sem hér fara á eftir:Sigþór: Skítamörk að leka inn hjá okkur Sigþór Árni Heimisson átti prýðisgóðan leik í liði Akureyrar eins og í fyrsta leik  mótsins. Hann ar að vonum óánægður að hafa ekki náð allavega öðru stiginu á móti Haukum í dag, en honum fannst það svolítill vendipunktur að Akureyringar fengu of margar brottvísanir í seinni hálfleik. En að öðru leiti var hann nokkuð sáttur við liðið, þeir hefðu náð að halda lykilmönnum Hauka í skefjum nánast allan fyrri hálfleikinn, en örlítil stemningsleysi hefði gert vart við sig þegar líða fór á.Kristján: Helv... Haukarnir ná alltaf að bakka Kristján Orri Jóhannesson hornamaður Akureyrar var svekktur að hafa tapað seinni hálfleiknum á móti Haukum. Akureyringar fengu tækifæri til að jafna undir lokin en hann sagði að hugsanlega hefði mátt gera betur þar, en leikhléin hefðu verið búinn og lítið sem hægt hefðu verið hægt að gera þar.Adam Haukur: Ég var ömurlegur í fyrri hálfleik Adam Haukur Baumruk var sáttur að fá bæði stigin úr leiknum á móti Akureyri. Flestir hefðu verið slakir í fyrri hálfleik og menn ekki að sýna sitt besta, hann sjálfur hefði verið slakur í fyrri hálfleiknum og lítið annað að gera en að rífa sig upp.Patrekur: Það var einhver hundur í mér fyrir leikinn Patrekur var ósáttur við margt í dag og var sammála um að þetta hefði verið leikur tveggja hálfleika. Stundum gerist þetta sagði hann og allt liðið hefði verið slakt í fyrri hálfleik. Það er ennþá hellingsvinna eftir í að móta liðið. Fullt af mönnum eru enn að mótast. Hjartað þarf að vera til staðar og ég óska þess að leikmenn taki það með sér í næsta leik á móti FH sagði Patti í lokinn.Sverre Jakobsson: Viljinn var til staðar Patrekur Jóhannesson: Þurftum að hafa mikið fyrir þessu       Fletta milli frétta     Til baka