Fréttir    	
	                     
		
			7. október 2016 - Akureyri handboltafélag skrifarHörkuleikur þó að Haukar tækju stigin Þó að Akureyri þyrfti að sætta sig við tap gegn Haukum á miðvikudaginn er ekki hægt að segja annað en að áhorfendur hafi fengið heilmikið fyrir peninginn, oft á tíðum frábær tilþrif í leiknum. Sókn Akureyrar var dálítið hikandi rétt í byrjun og Haukar skoruðu fyrstu tvö mörkin. Mindaugas sá um að jafna leikinn í 2-2 en í kjölfarið sigu Haukar framúr.Janus Daði potturinn og pannan í leik Hauka 
Meiðslalisti Akureyrarliðsins virtist ætla að lengjast enn frekar því Kristján Orri Jóhannsson meiddist á æfingu á mánudaginn og virtust ekki miklar líkur á að hann spilaði með en hann harkaði af sér og átti skínandi leik. Ungu mennirnir Brynjar Hólm Grétarsson og Patrekur Stefánsson áttu góða innkomu í sóknarleiknum og létu mikið að sér kveða.Patrekur Stefánsson kom ferskur inn í sóknarleikinn 
Andri Snær Stefánsson steig varla feilspor í sínum 200. Leik og sömuleiðis átti Mindaugas mjög góða spretti.Arnar Þór Fylkisson með viðurkenninguna sem besti maður Akureyrarliðsins 
Sem sagt, þrátt fyrir tap gegn stjörnum prýddu liði Íslandsmeistaranna sem áttu klárlega sinn besta leik á tímabilinu þá getur Akureyrarliðið tekið afar margt jákvætt úr leiknum sem mun nýtast í komandi verkefni en næsti leikur er útileikur gegn Fram, laugardaginn 15. október.Mörk Akureyrar:  Andri Snær Stefánsson 6 (2 úr vítum), Brynjar Hólm Grétarsson 6, Mindaugas Dumcius 5, Kristján Orri Jóhannsson 4, Karolis Stropus 3 og Friðrik Svavarsson 2.Mörk Hauka:  Janus Daði Smárason 9, Guðmundur Árni Ólafsson 7, Hákon Daði Styrmisson 5, Daníel Þór Ingason 3, Heimir Óli Heimisson 2, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2 og Adam Haukur Baumruk 1 mark.      Fletta milli frétta     Til baka