Þann 2. ágúst árið 2006 varð Akureyri Handboltafélag endanlega að veruleika þegar aðalstjórn KA kláraði sinn hluta en aðalstjórn Þórs hafði áður klárað sitt. Í dag er því 10 ára afmæli félagsins og af því tilefni ætlum við að fara aðeins yfir nokkra hluti.
VIDEO 
Þess má geta að frá stofnun Akureyrar hefur heimasíða félagsins haldið utan um tölfræði leikmanna og ávallt valið mann leiksins. Hér má sjá nokkra skemmtilega punkta:
Andri Snær Stefánsson  er leikjahæsti leikmaður Akureyrar með 194 leiki fyrir félagið. En hann hefur tekið þátt í öllum nema einni leiktíð félagsins.
Sveinbjörn Pétursson  hefur oftast verið valinn maður leiksins hjá Akureyri eða 30 sinnum. Einnig hefur hann varið flest skot hjá félaginu sem og vítaköst.
Bjarni Fritzson  er markahæsti leikmaður Akureyrar með 709 mörk. Einnig á hann met yfir flest mörk á einu tímabili en hann gerði 247 mörk tímabilið 2010-2011.
Hörður Fannar Sigþórsson  hefur fiskað flest víti í sögu Akureyrar eða 157 stykki. Einnig hefur hann fengið 7 rauð spjöld sem er met. Hörður varð einnig fyrstur til að ná 100 leikjum fyrir Akureyri.
Smelltu hér til að skoða fleiri tölfræðipunkta um Akureyri Handboltafélag. 
Strax frá stofnun félagsins hefur heimasíðan boðið upp á beina textalýsingu frá miklum meirihluta leikja liðsins. Mikill fjöldi hefur fylgst með lýsingunum hjá okkur en mest fylgdust 13.534 með einni lýsingu hjá okkur en það var í oddaleik gegn ÍR í 8-liða úrslitum tímabilið 2014-2015.