Fréttir    	
	                     
		
			24. mars 2016 - Akureyri handboltafélag skrifarViðtöl eftir leik Akureyrar og Aftureldingar Eftir spennuþrunginn seinni hálfleik Akureyrar og Aftureldingar ræddu fréttaritarar mbl.is og visir.is við leikmenn liðanna. Einar Sigtryggsson  fréttaritar mbl ræddi við Andra Snæ Stefánsson fyrirliða Akureyrar og Árna Braga Eyjólfsson markakóng Aftureldingar.Andri Snær: Ég fékk boltann ekki nógu oft Akureyringar eiga enn möguleika á að ná sjöunda sæti deildarinnar en lokaleikurinn gegn Fram sker úr um það. Í kvöld tapaði liðið sínum þriðja heimaleik í röð er Aftureldingarmenn unnu tveggja marka sigur 26:24.Kristján Blær Sigurðsson , kenndi því um að hann hafi klæðst ólukkans peysu og lið Akureyrar hefði nú tapað þremur leikjum með hann í peysunni. „Ég verð bara í eigin fötum í næsta leik“ sagði Kristján Blær.Andri Snær með eitt af þrem mörkum sínum í leiknum 
Árni Bragi: Héldum stemningunni niðri Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, gat staðið keikur eftir leik Akureyrar og Aftureldingar í kvöld. Árni Bragi átti afskaplega flottan leik, skoraði átta mörk og tryggði sínu liði sigur með marki úr víti á síðustu mínútunni. Afturelding vann 26:24 á erfiðum heimavelli Akureyringa og var piltur ánægður með það.Árni Bragi Eyjólfsson var valinn besti leikmaður Aftureldingar 
Stefán Guðnason  stóð vaktina fyrir visir.is á leiknum og hann ræddi við Róbert Sigurðarson, leikmann Akureyrar og Mosfellingana Þránd Gíslason og Davíð Svansson.Róbert: Fundum okkur illa Róbert Sigurðsson sem spilar í hjarta varnar Akureyrar ásamt Ingimundi Ingimundarsyni var daufur þegar blaðamaður Vísis náði af honum eftir leik.Róbert leggur Halldóri Loga lið í varnarbaráttunni 
Þrándur: Vorum gríðarlega fastir fyrir Þrándur Gíslason Roth var öllu kunnugur hér í dag, spilaði síðustu tvö leiktímabil í búningi Akureyrar og gekk það vasklega fram gegn sínum gömlu félögum að hann fékk að horfa á síðustu 20 mínúturnar úr stúkunni.Andri Snær vísar Þrándi Gíslasyni af velli. Þriðja brottvísun Þrándar í leiknum 
Davíð: Fann mig ekki framan af Davíð Hlíðdal Svansson átti magnaða innkomu í mark gestanna á ögurstundu og varði hvert skotið á fætur öðru og átti stóran þátt í því að snúa leiknum Mosfellingum í hag.Davíð Svansson með augun á þessum bolta 
      Fletta milli frétta     Til baka