  Akureyri hefur ekki fengið mikla athygli hjá RÚV í gegnum tíðina
 
  |  | 11. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarLeikurinn ekki sýndur í sjónvarpinu, textalýsing 
  Stórleikur ÍR og Akureyrar sem mun skera úr um hvort liðið fer áfram í undanúrslit Íslandsmótsins verður ekki sýndur í sjónvarpinu. Þetta ætti að vísu ekki að koma á óvart enda hefur enginn leikur með Akureyri verið sýndur í vetur.
  Við munum þó að sjálfsögðu bjóða upp á Beina Textalýsingu frá leiknum eins og við höfum gert frá stofnun félagsins árið 2006.
 
   |