|  Við óskum leikmönnunum til hamingju við viðurkenningarnar
 
 
 |  | 10. desember 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar Leikmenn 11. umferðar N1 deildarMorgunblaðið og Handbolti.org hafa birt val sitt á úrvalsliði 11. umferðar. Að þessu sinni var enginn leikmanna Akureyrar valinn í liðin enda átti liðið ekki sinn besta leik í síðustu viku í grátlegum tapleik gegn HK. En strákarnir fá tækifæri næsta fimmtudag til að hysja upp um sig buxurnar í útileik gegn Aftureldingu.
 Morgunblaðið valdi Framarann Stefán Baldvin Stefánsson besta leikmann umferðarinnar en úrvalslið Morgunblaðsins er þannig skipað: Líkt og áður þá segir talan í sviganum hversu oft viðkomandi leikmaður hefur verið valinn í liðið:
 
 Vinstri hornamaður: Stefán Baldvin Stefánsson, Fram
 Vinstri skytta: Árni Steinn Steinþórsson, Haukum (2)
 Leikstjórnandi: Ásbjörn Friðriksson, FH
 Hægri skytta: Adam Haukur Baumruk, Haukum
 Hægri hornamaður: Einar Rafn Eiðsson, FH (2)
 Línumaður: Garðar Sigurjónsson, Fram
 Markvörður: Arnór Freyr Stefánsson, HK (2)
 Varnarmaður; Bjarki Már Gunnarsson, HK (2)
 Leikmaður umferðarinnar: Stefán Baldvin Stefánsson, Fram
 
 
 Handbolti.org hefur einnig valið sitt úrvalslið og það lítur þannig út:
 
 Markvörður: Sigurður Örn Arnarson, FH (1)
 Línumaður: Garðar Sigurjónsson, Fram (1)
 Vinstri hornamaður: Stefán Baldvin Stefánsson, Fram (1)
 Vinstri skytta: Atli Már Báruson, Val (1)
 Leikstjórnandi: Ásbjörn Friðriksson, FH (2)
 Hægri skytta: Atli Karl Bachmann, HK (1)
 Hægri hornamaður: Einar Rafn Eiðsson, FH (2)
 |