|  Ásgeir, Geir og Guðmundur verða í Svíðþjóð næstu daga
 
 
  
 
  
 
 |  | 3. júlí 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar Guðmundur, Ásgeir og Geir til Gautaborgar með U-19 í dagÍ dag, sunnudag hélt U-19 ára landslið Íslands til Gautaborgar í Svíþjóð en liðið hefur leik á European Open mótinu á morgun. Eins og við greindum frá fyrir nokkru þá eru þrír leikmenn Akureyrar Handboltafélags í Íslenska hópnum, þeir Guðmundur Hólmar Helgason, Ásgeir Jóhann Kristinsson og Geir Guðmundsson.
 Það verður nóg að gera strax á morgun en þá spila strákarnir tvo leiki, gegn Rússum og Finnum en leikjadagskráin er sem hér segir:
 
 Mánudagur 4.júlí
 kl.12.00 Ísland - Rússland
 kl.17.00 Ísland - Finnland
 
 Þriðjudagur 5.júlí
 kl.09.15 Ísland - Holland
 
 Miðvikudagur 6.júlí
 kl.07.00 Ísland - Belgía
 
 Þeim sem vilja fylgjast með gangi mála á mótinu bendum við á vefsíðu mótsins sem ætti að opnast ef smellt er hér.
 |