|  Sendum Guðmundi og Geir baráttukveðjur til Svartfjallalands
 
 
  
 
 |  | 12. ágúst 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar Geir og Guðmundur með U-18 á EMÍ gær fóru þeir frændur, Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason með U-18 ára landsliðinu til Svartfjallalands þar sem lokakeppni Evrópumeistaramótsins fer fram. Strákarnir fengu góðan styrk til fararinnar frá fyrirtækjum hér á Akureyri og eru þeim afar þakklátir fyrir stuðninginn.
 Íslenska liðið er í riðli með Slóveníu, Sviss og Tékklandi en efstu tvö liðin komast í milliriðla.
 
 Fyrsti leikur liðsins er núna í dag og munum við flytja fréttir af mótinu hér á síðunni eins og við best getum.
 
 Leikir Íslands eru sem hér segir:
 Fimmtudagurinn 12. ágúst: Ísland - Slóvenía - kl.11.30 að íslenskum tíma
 Föstudagurinn 13. ágúst: Ísland - Sviss - kl.14.00 að íslenskum tíma
 Sunnudagurinn 15. ágúst: Ísland - Tékkland - kl.14.00 að íslenskum tíma
 
 Íslenski hópurinn er þannig skipaður:
 
 Markmenn
 Brynjar Darri Baldursson, Stjarnan
 Sigurður Ingiberg Ólafsson, FH
 Aðrir leikmenn
 Arnar Birkir Hálfdánarson, Fram
 Arnar Daði Arnarsson, Haukar
 Árni Benedikt Árnason, Grótta
 Bjartur Guðmundsson, Valur
 Geir Guðmundsson, Akureyri
 Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri
 Ísak Rafnsson, FH
 Leó Pétursson, HK
 Magnús Óli Magnússon, FH
 Pétur Júníusson, Afturelding
 Rúnar Kristmansson, Stjarnan
 Sveinn Sveinsson, Valur
 Víglundur Þórsson, Stjarnan
 Þráinn Orri Jónsson, Grótta
 |