|  Það stefnir í að við fáum girnilegar handboltauppskriftír hér á síðunni
 
 
  
 
 |  | 14. febrúar 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar Matarkrókurinn - Guðlaugur ArnarssonÍ blaðinu Vikudegi er athyglisverður þáttur sem kallast Matarkrókur. Þar eru ýmsir matgæðingar fengnir til að birta uppskriftir sínar og skora síðan á einhvern til að koma í næsta þátt. Þann 4. febrúar var handboltamaðurinn Guðlaugur Arnarsson, leikmaður Akureyrar, matarkrókur vikunnar  mættur með girnilega uppskrift. Guðlaugur segir að þetta sé tilvalinn réttur daginn fyrir leik, eða á leikdag.
 Pastað soðið eftir leiðbeiningum, skinkan skorin í strimla og blaðlaukur í sneiðar. Hitið sveppi og blaðlauk í olíunni, bætið skinkunni á pönnuna. Sýrða rjómanum er hrært rólega út í. Bragðbætt með hvítlauk, sinnepi, salti og pipar.Pasta í skinkurjóma250 g pastareimar (tagliatelle) 200 g skinka200 g sveppir1 blaðlaukur1 msk. matarolía1 dós sýrður rjómi (10%)1 msk. ljóst franskt sinnep1 – 2 hvítlauksrifSalt og pipar
 
 Sósunni er hellt yfir pastað og síðan borið fram. Gott er að hafa hvítlauksbrauð með og parmesanost til að dreifa yfir pastað.
 
 „Virkilega bragðóður réttur sem auðvelt er að útfæra og breyta“ segir Gulli sem skoraði á Hörð Fannar Sigþórsson, línumann að koma með næstu uppskrift.
 |