 Ester og liðsfélagar hennar í U-19 landsliðinu sigruðu Grikki en töpuðu fyrir Rússum
| | 8. apríl 2007 - ÁS skrifar
U-19 KVK: Stelpurnar fara ekki á EM, sigur og tapStúlknalandslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri lék í dag og í gær tvo leiki í undankeppni EM. Leikið var í Moskvu í Rússlandi og vitað var fyrir fram að Rússar væru með feyki öflugt lið. Í gær léku stelpurnar við lið Grikkja og með mjög góðum leik þá sáu stelpurnar til þess að Grikkir áttu aldrei möguleika. Hálfleikstölur voru 24-9 fyrir Ísland og lokatölur voru svo 46-16, stórsigur og mjög gott nesti fyrir leikinn sem skipti öllu máli.
Í dag var leikið við heimamenn, Rússa, vel var mætt á leikinn, um 650 manns og var stuðningur heimamanna gífurlegur. Frábær byrjun Rússa skóp sigur en í hálfleik var staðan 16-8 fyrir Rússland. Stelpurnar reyndu að koma til baka en þær komust aldrei nógu nálægt heimamönnum og 5 marka sigur Rússa, 31-26, staðreynd.
Rússar tryggðu sér þar með sæti á EM en Ísland sem varð í 2. sæti af þremur fer ekki á EM. Í liðinu er Ester Óskarsdóttir leikmaður Akureyrar, því miður hef ég ekki upplýsingar um markaskorun.
Heimasíðan óskar stelpunum til hamingju með góðan árangur þrátt fyrir að þær hafi ekki náð að tryggja sér sæti á EM. |