Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það gekk ekki gegn Fram

23. mars 2007 - SMS skrifar 

Fram vann Akureyri stórt í Safamýri.

Stelpurnar áttu upphaflega að spila leikinn á þriðjuadaginn og lögðu þær af stað frá Akureyri upp úr 11 um morguninn, þær hinsvegar snéru við í Blönduósi vegna slæmrar færðar á leiðinni. Leiknum var þá frestað og fór hann fram á miðvikudagskvöldið í Reykjavík.

Í samtali við heimasíðuna sagði einn leikmaður að frestunin hafi komið sér virkilega illa, þar sem leikmennirnir voru uppgíraðir fyrir leikinn á þriðjudaginn og það hafi verið erfitt að gíra sig aftur upp daginn eftir.

En að leiknum, ekki var sjón að sjá Akureyri frá því í síðasta leik, Fram komst í 5-1 og leiddu svo 17-8 í hálfleik. Liðið var dapurt og það sem var að klikka var vörnin og markvarslan þar af leiðandi, það er eitthvað sem ekki hefur verið að klikka það sem af er liðið vetri.

Í seinni hálfleik héldu Fram þessu góða forskoti og unnu svo stórsigur 30-20. Akureyri fær þó hrós fyrir að berjast allann leikinn þrátt fyrir að vera langt undir. Leiðinlegt er að sjá að liðið náði ekki að gíra sig upp fyrir þennan leik eftir stórglæsilegan sigur á FH um síðustu helgi. Það hefði verið virkilega gaman að sjá önnur tvö stig í hús.

Markahæstar í liði Akureyrvar voru: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir og Ester Óskarsdóttir báðar með 5 mörk. Lilja Sif og Jóhanna Tryggvadóttir voru báðar með 3 mörk hvor og síðan Guðrún og Unnur Ómarsdóttir með 2 mörk báðar.

Næsti leikur Akureyrar er gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á laugardaginn næstkomandi.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson