|  Akureyri spilar sína fyrstu æfingaleiki á heimavelli eftir viku
 
 
 |  | 1. september 2006 - SÁ skrifar 
 Sjallamót: Akureyri með 2 lið í karlakeppninniSjallamótið, eins og áður kom fram, verður um næstu helgi hér á Akureyri (8. og 9. september) en ljóst er orðið hvaða lið verða á mótinu. Í karlakeppninni verða Íslandsmeistarar Fram, Fylkir, ÍR og FH ásamt tveimur liðum frá Akureyri. Í ár verða tveir riðlar og síðan leikið til úrslita og sæta eftir það, sem sagt þrír leikir á lið í heildina. Við munum greina frá leikjaprógramminu innan skamms hér á KA-sport.
 Í kvennakeppninni verður lið Akureyrar ásamt FH, HK og Haukum.
 
 Leikið verður bæði í KA-Heimilinu og Íþróttahöllinni.
 |