| Tími | Staða | Skýring |
|
|
| Velkomin til leiks liðin eru ekki komin inn á völlinn
|
|
|
| Mikill fjöldi áhorfenda er mættur, stúkan er full og fjöldi manns er niðri á gólfi
|
|
|
| Dómarar í dag eru Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Eftirlitsdómari er Kjartan Steinbach
|
|
|
| Verið er að kynna leikmenn, liðin eru skipuð sömu leikmönnum og í leikjum þeirra í síðustu viku
|
|
|
| Sveinbjörn Pétursson er í stuttbuxunum eins og í síðustu tveim leikjum
|
| 0:00
|
| það er FH sem byrjar leikinn... einmitt núna
|
| 0:47
|
| Guðmundur Hólmar kemst inn í sendingu en boltinn útaf
|
| 1:04
|
| Sveinbjörn Pétursson grípur skot frá Ása og Akureyri í sókn
|
| 1:50
| 0-1
| Ólafur skorar úr hraðaupphlaupi fyrir FH
|
| 2:39
| 1-1
| Heimir Örn Árnason skorar fyrir utan
|
| 2:58
|
| FH með skot yfir en fá aukakast og Daníel Einarsson fær gult spjald
|
| 3:37
|
| Sveinbjörn Pétursson ver og Akureyri í sókn
|
| 4:08
|
| Guðlaugur Arnarsson fékk gult spjald
|
| 4:31
|
| Halldór Guðjónsson fékk gult spjald hjá FH
|
| 4:57
| 2-1
| Guðmundur Hólmar skorar fyrir utan
|
| 5:18
| 3-1
| Bjarni Fritzson skorar út hraðaupphlaupi
|
| 6:02
|
| Sveinbjörn Pétursson ver en boltinn fer í innkast
|
| 6:10
|
| Sveinbjörn Pétursson ver og Akureyri í sókn
|
| 6:26
|
| Heimir Örn Árnason með skot framhjá
|
| 6:39
| 3-2
| Ásbjörn Friðriksson skorar fyrir FH
|
| 7:11
|
| Bjarni Fritzson með skot sem er varið
|
| 7:21
|
| FH með langa sendingu fram en boltinn fer útaf
|
| 7:21
|
| Hjörtur Hinriksson virðist hafa orðið fyrir hnjaski við að ná sendingunni og er studdur á bekkinn
|
| 7:51
| 4-2
| Oddur Gretarsson kemur úr horninu, lyftir sér upp og skorar
|
| 8:38
|
| FH ingar henda boltanum útaf
|
| 8:58
|
| Bjarni Fritzson fær aukakast
|
| 9:22
| 5-2
| Guðmundur Hólmar með flott mark fyrir utan
|
| 10:13
| 5-3
| Ólafur Guðmundsson skorar
|
| 10:39
|
| Ólafur Guðmundsson hjá FH fær gult spjald
|
| 11:05
|
| Guðmundur Hólmar með skot sem er varið og FH í sókn
|
| 11:25
|
| FH fær hornkast
|
| 11:49
|
| Ólafur Guðmundsson með skot hátt yfir Akureyrarmarkið
|
| 12:07
|
| Guðlaugur Arnarsson rekinn útaf, sá ekki fyrir hvað
|
| 12:33
|
| FH komst í hraðaupphlaup en missti boltann
|
| 13:11
|
| Guðmundur Hólmar fær aukakast
|
| 13:16
| 6-3
| Guðmundur Hólmar með glæsilegt mark langt fyrir utan
|
| 13:42
| 7-3
| Oddur Gretarsson skorar úr hraðaupphlaupi
|
| 13:52
|
| FH tekur leikhlé
|
| 13:52
|
| Akureyri er að spila alveg glimrandi handbolta þrátt fyrir að vera manni færri
|
| 13:52
|
| FH hefur leikinn á ný
|
| 13:55
| 7-4
| Atli Rúnar skorar af línunni fyrir FH
|
| 14:11
|
| Akureyri með fullskipað lið
|
| 14:45
|
| Hörður Fannar vinnur vítakast
|
| 15:09
| 8-4
| Bjarni Fritzson skorar úr vítinu
|
| 16:03
|
| Oddur Gretarsson vinnur frákast eftir stangarskot FH inga
|
| 16:34
|
| Guðmundur Hólmar með skot sem er varið og FH í sókn
|
| 16:52
|
| Sveinbjörn Pétursson með snilldarvörslu frá Baldvin Þorsteinssyni
|
| 17:09
| 9-4
| Bjarni Fritzson stekkur upp og skorar
|
| 17:44
|
| Sveinbjörn Pétursson ver en FH fær vítakast
|
| 17:51
| 9-4
| Sveinbjörn Pétursson ver vítakastið frá Ásbirni og Akureyri í sókn
|
| 18:20
|
| Heimir Örn Árnason fékk gult spjald í vítabrotinu
|
| 18:38
|
| Akureyri missir boltann
|
| 19:23
| 10-4
| Bjarni Fritzson skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Gulli vann boltann í vörninni
|
| 20:17
| 10-5
| Ólafur Guðmundsson skorar fyrir utan
|
| 21:00
|
| Dæmd ólögleg blokk á Akureyri
|
| 21:22
| 10-6
| Ólafur Gústafsson skorar fyrir FH
|
| 21:33
|
| Atli Hilmarsson tekur leikhlé
|
| 21:33
|
| Akureyri byrjar leikinn á ný
|
| 21:58
|
| Guðmundur Hólmar óheppinn, kominn í gegn en skotið í stöng
|
| 22:18
| 10-7
| Baldvin Þorsteinsson skorar, hefði reyndar átt að fá dæmdan á sig ruðning
|
| 22:52
|
| Sveinbjörn Pétursson ver meistaralega hraðaupphlaup frá Baldvin
|
| 23:35
| 11-7
| Heimir Örn Árnason skorar
|
| 23:53
| 12-7
| Flott vörn og Oddur Gretarsson fyrstur upp og skorar
|
| 24:13
| 12-8
| Örn Ingi skorar
|
| 24:18
|
| Ólafur Guðmundsson rekinn út af
|
| 24:50
|
| Bjarni Fritzson hendir boltanum útaf
|
| 25:20
|
| FH í sókn en höndin er uppi
|
| 25:49
|
| Og höndin er enn uppi
|
| 25:58
| 12-8
| Sveinbjörn Pétursson ver og Akureyri í sókn
|
| 26:38
|
| Guðmundur Hólmar með skot framhjá
|
| 26:56
|
| FH sömuleiðis með skot framhjá
|
| 27:25
|
| Hörður Fannar fær aukakast
|
| 27:38
| 13-8
| Heimir Örn Árnason með týpískt Heimismark
|
| 28:07
|
| Sveinbjörn Pétursson grípur skot
|
| 28:28
|
| FH kemst inn í sendingu
|
| 29:06
|
| Heimir Örn Árnason rekinn útaf
|
| 29:15
| 13-9
| Halldór Guðnónsson skorar úr horninu fyrir FH
|
| 30:00
|
| Fyrri hálfleikur rennur út, þetta er búinn að vera flottur leikur
|
| 30:00
|
| Hjörtur Hinriksson hefur greinilega meiðst illa því hann var borinn á sjúkrabörum út í sjúkrabíl
|
| 30:00
|
| Akureyri byrjar seinni hálfleikinn
|
| 30:20
|
| Bjarni Fritzson fær dæmda á sig línu
|
| 30:42
|
| Bjarni Fritzson bætir fyrir sig og vinnur boltann, Akureyri í sókn
|
| 31:14
|
| Heimir Örn Árnason kemur aftur inná, Akureyri með fullskipað lið
|
| 31:37
|
| Bjarni Fritzson með skot yfir
|
| 32:04
| 13-10
| Ólafur Guðmundsson með gott mark
|
| 32:24
|
| FH vinnur boltann
|
| 32:45
|
| Sveinbjörn Pétursson ver frá Baldvin og Akureyri í sókn
|
| 33:12
| 14-10
| Guðmundur Hólmar með skot fyrir utan og það liggur í netinu
|
| 33:38
|
| Ólafur Guðmundsson með skot hátt yfir markið
|
| 34:04
|
| Guðmundur Hólmar með skot sem er varið
|
| 34:14
|
| Baldvin skýtur yfir Akureyrarmarkið í upplögðu færi
|
| 34:47
|
| Boltinn dæmdur af Akureyri
|
| 35:25
|
| Ólafur Guðmundsson fær aukakast
|
| 35:45
|
| Sveinbjörn Pétursson ver og Akureyri í sókn
|
| 36:11
|
| Heimir Örn Árnason fær aukakast
|
| 36:26
|
| Bjarni Fritzson fær dæmdan á sig ruðning
|
| 36:56
| 14-11
| Atli Rúnar skorar af línunni
|
| 37:35
| 15-11
| Hörður Fannar vippar snyrtilega í netið af línunni
|
| 38:21
|
| Sveinbjörn Pétursson ver frá Ása og Akureyri með boltann
|
| 38:54
| 16-11
| Oddur Gretarsson vinnur boltann og geysist upp og skorar
|
| 39:41
|
| FH fær vítakast og Guðmundur Hólmar rekinn útaf
|
| 39:45
| 16-12
| Ásbjörn skorar úr vítinu
|
| 40:20
| 17-12
| Heimir Örn Árnason með sannkallað snilldarmark
|
| 40:53
|
| Oddur Gretarsson vinnur boltann og fær vítakast
|
| 40:59
| 18-12
| Bjarni Fritzson skorar úr vítinu
|
| 41:07
|
| Ólafur Guðmundsson var rekinn útaf fyrir brotið á Oddi
|
| 41:33
|
| Akureyri vinnur boltann
|
| 41:51
|
| Akureyri með fullskipað lið
|
| 42:04
| 19-12
| Bjarni Fritzson brýst í gegn og skorar
|
| 42:58
|
| FH með skot langt framhjá
|
| 43:38
|
| Oddur Gretarsson inn úr horninu en það er varið og FH í sókn
|
| 44:01
|
| FH er með fullskipað lið
|
| 44:13
| 19-13
| Ási skorar fyrir FH
|
| 44:48
|
| Heimir Örn Árnason fær aukakast
|
| 45:03
| 20-13
| Heimir Örn Árnason kominn í gegn og skorar
|
| 45:18
|
| FH er nóg boðið og Kristján Arason tekur leikhlé
|
| 45:18
|
| Stemmingin og hávaðinn er alveg meiriháttar í Höllinni
|
| 45:18
|
| FH byrjar leikinn á ný
|
| 45:52
| 20-14
| Ólafur Guðmundsson skorar stöngin inn
|
| 47:03
| 20-15
| Halldór Guðjónsson skorar úr horninu hjá FH
|
| 47:45
| 21-15
| Oddur Gretarsson brýst í gegn og skorar sláin inn
|
| 48:15
| 21-16
| Halldór Guðjónsson skorar aftur úr hægra horninu fyrir FH
|
| 49:12
|
| FH vinnur boltann
|
| 49:36
|
| Ási með skot sem er varið í horn
|
| 49:51
|
| Ólafur Guðmundsson með skot langt framhjá
|
| 50:22
|
| Daníel Einarsson missir boltann og FH í sókn
|
| 50:42
| 21-17
| Ási heppinn, nær boltanum eftir að vörnin hafði varið skot frá honum og hann skorar
|
| 50:50
|
| Atli Hilmarsson tekur leikhlé
|
| 50:50
|
| Akureyri byrjar leikinn aftur
|
| 50:54
|
| Halldór Logi Árnason er kominn á línuna
|
| 51:14
|
| Guðmundur Hólmar með skot í stöng og útaf
|
| 52:04
|
| Heimir Örn Árnason vinnur boltann í vörninni
|
| 52:21
|
| Halldór Árnason frír á línunni en það er varið frá honum
|
| 52:37
| 21-18
| Ási skorar fyrir FH
|
| 53:01
|
| Daníel Einarsson inn úr horninu en það er varið
|
| 53:19
|
| FH fær hornkast
|
| 53:31
|
| Sveinbjörn Pétursson ver frá Ólafi Guðmundssyni og Akureyri heldur í sókn
|
| 53:44
|
| Bjarni Fritzson fær dæmda á sig línu
|
| 54:33
|
| Hörður Fannar rekinn útaf fyrir litlar sakir
|
| 54:46
| 21-19
| Baldvin Þorsteinsson skorar og minnkar muninn í tvö mörk
|
| 55:32
|
| Bjarni Fritzson fær á sig ruðning, fáránlegur dómur
|
| 56:00
|
| Sveinbjörn Pétursson ver með tilþrifum frá Ólafi Guðmundssyni og Akureyri í sókn
|
| 56:36
|
| Heimir Örn Árnason fær á sig ruðning
|
| 57:03
|
| Oddur Gretarsson vinnur boltann
|
| 57:48
|
| Mikill darraðardans stiginn á gólfinu en FH fær boltann
|
| 58:08
|
| FH fær aukakast en það þarf að þurrka gólfið
|
| 58:08
|
| Leikurinn hefst á ný
|
| 58:26
| 21-20
| Örn Ingi skorar fyrir FH
|
| 58:58
| 22-20
| Bjarni Fritzson í gegn og skorar
|
| 59:15
|
| Sveinbjörn Pétursson ver
|
| 59:26
| 23-20
| Bjarni Fritzson skorar
|
| 59:37
|
| Sveinbjörn Pétursson ver og Akureyri með boltann
|
| 60:00
|
| Leiknum er lokið og áhorfendur tryllast af gleði
|
| 60:00
|
| Leikmenn hafa brotið blað í sögu félagsins, velkomin á úrslitaleik Eimskipsbikarsins!
|
| 60:00
|
| Við minnum á að liðin mætast aftur næstkomandi fimmtudag hér í Höllinni og þá í N1 deildinni!
|
| 60:00
|
| Við þökkum fyrir okkur í dag!
|