| Bein lýsing DHL deild karla - KA-Heimilið 10. desember kl: 16:00 | |||
| Akureyri | Haukar | ![]() | |
| 27 | - | 27 | |
| Leiknum er lokið | |||
| Bein Lýsing þakkar fyrir sig og bendir á næsta leik Akureyrar sem er næstu helgi í KA-Heimilinu gegn Fram | |||
| Tími | Staða | Skýring |
| Bein Lýsing þakkar fyrir sig og bendir á næsta leik Akureyrar sem er næstu helgi í KA-Heimilinu gegn Fram | ||
| Heimasíðan hefur farið yfir atvikið hjá Goran undir lok leiks á myndbandi og hefur komist að þeirri niðurstöðu að það var rétt að dæma línu. Jafntefli er því hárrétt niðurstaða. | ||
| Varin skot/mörk fengin á sig Hreiðar Levý 11/16 og Sveinbjörn 11/11 | ||
| Mörk/skot Hörður Fannar 5/6, Goran 5/8 (3/4 víti), Magnús 5/13, Jankovic 4/5, Heiðar 3/4, Kuzmins 3/5, Rúnar 2/5, Ásbjörn 0/1 og Andri Snær 0/2 | ||
| Skelfilegt að Akureyri hafi ekki náð að stöðva Sigurberg sem skoraði 6 mörk í síðari hálfleik | ||
| Hreiðar Levý átti mjög góðan seinni hálfleik og sýndi svo sannarlega af hverju hann fékk að byrja síðari hálfleikinn | ||
| Fólk er alls ekki sátt með þessa línu sem kostaði Akureyri eitt stig | ||
| Línan var ansi tæp á Goran en hann skoraði | ||
| Leikurinn endar því 27-27 | ||
| 60:00 | Akureyri stal boltanum en lína var dæmd á Goran sem var kominn einn í gegn | |
| 59:39 | Haukar hefja leikinn á ný | |
| Tekst Akureyri að stela boltanum og ná sigri? | ||
| 59:38 | Haukar taka leikhlé | |
| 59:30 | Haukar taka miðjuna | |
| 59:24 | 27-27 | Goran skorar núna |
| 59:22 | Rúnar brýst í gegn og fiskar vítakast | |
| 59:05 | Árni skýtur framhjá | |
| 58:50 | Haukar í sókn | |
| 58:33 | Goran skýtur framhjá | |
| 58:31 | Goran fór í gegn í horninu en brotið var illa á honum og hann fékk vítakast, tíminn er stopp | |
| 58:17 | Hreiðar ver frá Kára í dauðafæri og Akureyri með boltann | |
| 57:50 | 26-27 | Rúnar skorar fyrir utan |
| 57:40 | Aigars komst í gegn og skoraði en dómararnir dæmdu aukakast | |
| 57:22 | Brotið á Þorvaldi | |
| 57:03 | Akureyri hefur leikinn að nýju eftir leikhlé | |
| Er nægur tími eftir fyrir Akureyri til að fá eitthvað úr þessum leik? | ||
| 57:02 | Akureyri tekur leikhlé | |
| 56:58 | 25-27 | Andri Stefan skorar fyrir utan |
| 56:30 | Magnús skýtur strax fyrir utan en nafni hans ver, Haukar með boltann | |
| 56:20 | Hreiðar ver frá Árna | |
| 56:04 | Goran tekur Sigurberg úr umferð | |
| 55:41 | 25-26 | Magnús er fljótur að fara í gegn og skora |
| 55:31 | 24-26 | Sigurbergur heldur áfram að skora |
| 55:12 | Akureyri verður að stöðva þessa sókn | |
| 55:03 | 24-25 | Goran skorar í horninu |
| 54:44 | Brotið á Þorvaldi á línunni | |
| 54:23 | 23-25 | Kári skorar af línunni |
| 54:10 | Brotið á Sigurberg | |
| 53:40 | 23-24 | Hörður Fannar skorar af línunni eftir sendingu frá Aigars |
| 53:28 | 22-24 | Sigurbergur skorar |
| 52:59 | Heiðar skýtur framhjá eftir að honum var stuggað, ekkert dæmt | |
| 52:45 | Brotið á Aigars | |
| 52:22 | Brotið á Rúnari sem er kominn í sóknina fyrir Magnús | |
| 51:59 | 22-23 | Andri Stefan fer í gegn og skorar |
| 51:28 | 22-22 | Hörður Fannar skorar af línunni eftir sendingu frá Kuzmins |
| 51:16 | Brotið á Magnúsi | |
| 50:58 | Brotið á Magnúsi | |
| 50:27 | 21-22 | Sigurbergur skorar enn fyrir utan |
| 50:04 | Haukar með boltann eftir að sending á Hörð Fannar misheppnaðist | |
| 49:53 | Hreiðar ver frá Kára og Akureyri með boltann | |
| 49:40 | Hreiðar ver en Haukar fá innkast | |
| 49:25 | Brotið á Andra Stefan sem leysir inn | |
| 48:54 | 21-21 | Kuzmins fer í gegn og skorar |
| 48:34 | 20-21 | Sigurbergur fintar Hörð Fannar í drasl og skorar |
| 48:10 | Bekkur Hauka fær gult spjald | |
| 48:04 | 20-20 | Jankovic klobbar Magnús úr hraðaupphlaupi |
| 47:58 | Akureyri vinnur boltann | |
| 47:47 | Kuzmins kastar boltanum útaf | |
| 47:34 | Brotið á Kuzmins | |
| 47:08 | 19-20 | Jón Karl skorar |
| 46:58 | Magnús ver frá Ásbirni | |
| 46:30 | 19-19 | Sigurbergur skorar fyrir utan |
| 46:00 | Misheppnuð sending frá Kuzmins og Haukar með boltann | |
| 45:26 | 19-18 | Kári snýr boltann inn af línunni |
| 45:11 | Akureyri missir boltann útaf | |
| 44:55 | Akureyri að byggja upp sókn | |
| 44:38 | Hreiðar ver ótrúlega frá Kára á línunni, Akureyri með boltann | |
| 44:25 | Magnús ver og Haukar fá aftur boltann | |
| 44:14 | Hreiðar ver frá Andra Stefan og Akureyri með boltann | |
| 43:59 | Brotið á Sigurbergi | |
| 43:38 | Magnús í marki Hauka ver og Haukar með boltann | |
| 43:28 | Andri Stefan með skot framhjá | |
| 43:12 | Hreiðar Levý ver frábærlega en Haukar fá aukakast, lína dæmd | |
| 42:34 | 19-17 | Magnús skorar flott mark og kemur Akureyri aftur tveim mörkum yfir |
| 42:22 | Hreiðar Levý ver og Akureyri með boltann | |
| 42:02 | Árni skýtur langt yfir en dómararnir dæma hornkast | |
| 41:51 | Haukar hefja leikinn að nýju | |
| 41:50 | Brotið á Kára, tíminn er stopp, verið að þurrka | |
| 41:21 | Magnús lætur verja frá sér fyrir utan, Haukar með boltann | |
| 40:51 | 18-17 | Sigurbergur fer í gegn og skorar |
| 40:37 | Brotið á Sigurberg | |
| 40:26 | Fótur dæmdur á Þorvald | |
| 40:01 | 18-16 | Heiðar skorar í horninu |
| 39:50 | Haukar með skot í slá og Rúnar nær boltanum | |
| 39:34 | Brotið á Gísla, flott stemmning í húsinu | |
| 39:09 | 17-16 | Jankovic skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Akureyri náði boltanum |
| 38:49 | Brotið á Gísla | |
| 38:32 | Hreiðar ver en Haukar halda boltanum | |
| 38:11 | Brotið á Samúel | |
| 37:50 | 16-16 | Hörður Fannar skorar af línunni og Arnar fær 2 mínútur öðru sinni |
| 37:36 | Árni með skot í stöng og útaf | |
| 37:04 | 15-16 | Jankovic skorar í horninu, hann klobbaði Magnús! |
| 36:56 | Lína dæmd á Jón Karl | |
| 36:44 | Brotið á Árna | |
| 36:23 | Gísli fær aukakast, hann var að sleppa í gegn | |
| 35:58 | Jankovic klikkar í afar þröngu færi, Aigars kominn inn fyrir Goran | |
| 35:32 | Brotið á Magnúsi sem lyfti sér upp fyrir utan | |
| 35:04 | Samúel skýtur framhjá í dauðafæri | |
| 34:52 | Magnús markvörður Hauka ver frá Goran | |
| 34:22 | 14-16 | Samúel skorar í horninu fyrir Hauka |
| 34:01 | Magnús missir boltann | |
| 33:24 | 14-15 | Jón Karl skorar í horninu fyrir Hauka |
| 33:08 | Haukar hefja leikinn á ný eftir smá hlé | |
| 33:07 | Hörður Fannar fær 2 mínútur fyrir lítið brot | |
| 32:53 | Kuzmins fer í gegn en klikkar | |
| 32:45 | Brotið á Goran | |
| 32:04 | Hreiðar ver og Akureyri með boltann | |
| 31:50 | Heiðar nær að brjóta á Samúel sem var við það að sleppa í gegn | |
| 31:20 | Lína dæmd á Akureyri eftir að liðið náði frákasti | |
| 31:09 | Hreiðar ver frá Andra Stefan | |
| 30:28 | 14-14 | Jankovic skorar í þröngu færi í horninu |
| 30:13 | Akureyri hefur leikinn að nýju | |
| 30:12 | Tíminn er stopp, eitthvað rusl á vellinum | |
| 30:01 | Akureyri hefur hafið síðari hálfleikinn | |
| Akureyri mun hefja seinni hálfleikinn, Hreiðar heldur áfram í marki Akureyrar | ||
| Liðin eru að koma inn á völlinn að nýju | ||
| Skrýtin ákvörðun hjá þjálfarateymi Akureyrar að taka Sveinbjörn útaf og setja Hreiðar Levý inn á, en Sveinbjörn hefur verið að verja mjög vel | ||
| Mörk Hauka Guðmundur 5, Kári 3, Samúel 2, Andri Stefan 2 og Sigurbergur 1 | ||
| Varin skot/mörk fengin á sig Sveinbjörn 11/11 og Hreiðar Levý 0/3 | ||
| Mörk/skot Goran 3/4 (2/2 víti), Magnús 3/8, Heiðar 2/2, Kuzmins 2/3, Hörður Fannar 2/3, Rúnar 1/3 og Andri Snær 0/2 | ||
| Tölfræði er á leiðinni | ||
| Staðan er því 13-14 fyrir Hauka í hálfleik | ||
| 30:00 | Rúnar með flott skot en Magnús ver skotið vel | |
| 30:00 | Rúnar tekur aukakastið | |
| 30:00 | Brotið á Goran fyrir utan og Guðmundur fær 2 mínútur, það er aukakast og búið | |
| 29:56 | Hreiðar hefur leikinn aftur eftir leikhléið | |
| Tekst Akureyri að jafna leikinn fyrir leikhlé? | ||
| 29:55 | Akureyri tekur leikhlé eftir að lína var dæmd á Hauka | |
| 29:42 | Brotið á Andra Stefan | |
| 29:19 | 13-14 | Heiðar skorar í horninu, eftir sendingu frá Magnúsi |
| 29:03 | Brotið á Þorvaldi á línunni | |
| 28:49 | Brotið á Herði Fannari | |
| 28:27 | 12-14 | Kári skorar af línunni |
| 28:15 | Magnús skýtur í stöng og útaf | |
| 27:50 | 12-13 | Guðmundur vippar yfir Hreiðar |
| 27:28 | Kári fiskar vítakast | |
| 27:03 | Borið á Gísla | |
| 26:43 | Skot framhjá hjá Akureyri, Haukar með boltann og Hreiðar Levý kominn í mark Akureyrar | |
| 26:32 | Sigurbergur kastar boltanum útaf, Akureyri með boltann | |
| 26:05 | 12-12 | Magnús fer í gegn og skorar eftir sendingu frá Ásbirni |
| 25:40 | 11-12 | Guðmundur skorar í horninu |
| 25:28 | Brotið á Sigurbergi | |
| 25:03 | 11-11 | Heiðar Þór skorar úr hraðaupphlaupi |
| 24:57 | Akureyri fær boltann | |
| 24:29 | 10-11 | Magnús skorar fyrir utan |
| 24:17 | Brotið á Goran | |
| 24:05 | Ásbjörn kominn á miðjuna | |
| 24:01 | Akureyri byggir upp sókn | |
| 23:42 | 9-11 | Sigurbergur skorar fyrir utan |
| 23:29 | Brotið á Andra Stefan | |
| 23:12 | Brotið á Andra Stefan | |
| 22:48 | 9-10 | Hörður Fannar nær frákasti og skorar |
| 22:30 | Hörður Fannar fær aðeins aukakast þegar honum var haldið inn í teig | |
| 22:01 | 8-10 | Guðmundur skorar |
| 21:59 | Hreiðar fer aftur í markið, nú gegn Guðmundi | |
| 21:52 | Sveinbjörn ver en Haukar fá ansi ódýrt vítakast, þetta jaðraði við ruðning | |
| 21:22 | 8-9 | Magnús fer í gegn og skorar |
| 21:14 | Brotið á Goran | |
| 20:45 | Akureyri með boltann | |
| 20:30 | Jón Karl skýtur yfir markið | |
| 20:28 | Hreiðar Levý fer í mark Akureyrar fyrir vítið | |
| 20:27 | Guðmundur fær víti fyrir Hauka eftir að Sveinbjörn hafði varið | |
| 20:11 | Brotið á Gísla | |
| 20:02 | Haukar að byggja upp sókn | |
| 19:45 | Magnús ver frá Herði Fannari í dauðafæri og Haukar með boltann | |
| 19:35 | Brotið á Goran en ekkert dæmt, Magnús nær boltanum þó aftur fyrir Akureyri | |
| 19:13 | Heiðar Þór kemur inn í vinstra horn Akureyrar | |
| 19:02 | 7-9 | Andri Stefan skorar fyrir utan |
| 18:32 | Magnús klikkar fyrir utan, Haukar með boltann | |
| 18:11 | Brotið á Magnúsi þegar hann fór upp fyrir utan | |
| 17:59 | Brotið á Kuzmins | |
| 17:39 | 7-8 | Kári skorar af línunni |
| 17:27 | Brotið á Árna | |
| 17:06 | Akureyri tekur skot fyrir utan en það klikkar | |
| 16:48 | Guðmundur næstum því búinn að stela boltanum, Akureyri með boltann | |
| 16:34 | 7-7 | Kári jafnar af línunni |
| 16:25 | Andri Snær klikkar í horninu | |
| 16:06 | Haukar eru að spila 6-0 vörn en Akureyri 5-1 | |
| 15:56 | Sveinbjörn ver enn og aftur og Akureyri með boltann | |
| 15:34 | Magnús skýtur framhjá | |
| 15:07 | Ruðningur dæmdur á Árna, Akureyri með boltann | |
| 14:53 | Magnús með misheppnaða línusendingu og Haukar með boltann | |
| 14:34 | Bæði lið komin með fullskipað lið | |
| 14:28 | Akureyri vinnur boltann | |
| 14:16 | Vörn Akureyrar er hörkugóð | |
| 14:05 | Haukar halda boltanum eftir að fótur var dæmdur á Akureyri | |
| 13:54 | Sveinbjörn ver frá Sigurbergi en brotið var á honum og Rúnar fær gult spjald | |
| 13:36 | Sveinbjörn ver frá Andra Stefan en brotið er á honum | |
| 13:11 | 7-6 | Kuzmins brýst í gegn og skorar |
| 13:00 | Akureyri byggir upp sókn | |
| 12:45 | 6-6 | Andri Stefan skorar fyrir utan |
| 12:33 | Haukar hefja leikinn að nýju, fólk er ekki sátt með leikaraskap | |
| 12:32 | Tíminn er stopp, Samúel Ívar reyndi að fiska tvær mínútur og það gekk, Þorvaldur fer útaf | |
| 12:24 | Brotið á Andra Stefan | |
| 11:51 | Magnús fer í gegn en klikkar illa í dauðafæri, Haukar með boltann | |
| 11:39 | Akureyri hefur leikinn að nýju | |
| Leikurinn er stopp, ljósin í húsinu eru smá að klikka, þetta ætti að lagast eftir smá stund | ||
| 11:38 | Brotið á Herði Fannari á línunni og Arnar fær 2 mínútur, aðeins aukakast dæmt þó | |
| 11:23 | Árni kastar boltanum útaf, Akureyri með boltann | |
| 10:54 | 6-5 | Goran skorar úr vítinu |
| 10:31 | Hörður Fannar fiskar vítakast, Magnús senti á hann | |
| 10:19 | Samúel skýtur fyrir utan en klikkar | |
| 10:05 | Sveinbjörn ver en Haukar eiga innkast | |
| 09:50 | Goran stal boltanum en dómararnir gáfu Haukum aukakast | |
| 09:37 | Sveinbjörn ver en Haukar með boltann | |
| 09:24 | Brotið á Kára á línunni | |
| 09:11 | Brotið á Arnari | |
| 08:45 | 5-5 | Rúnar Sigtryggsson fer upp og skorar gott mark |
| 08:36 | Sveinbjörn ver og Hörður Fannar nær boltanum | |
| 08:01 | Boltinn dæmdur af Akureyri | |
| 07:51 | Samúel klikkar hraðaupphlaupi | |
| 07:46 | Andri Snær klikkar fyrir utan | |
| 07:20 | 4-5 | Samúel skorar í horninu |
| 07:08 | Magnús brýtur á Árna | |
| 06:46 | 4-4 | Kuzmins skorar fyrir utan og Arnar fær gult spjald |
| 06:34 | Brotið á Herði Fannari | |
| 06:12 | 3-4 | Arnar skorar fyrir Hauka |
| 05:59 | 3-3 | Hörður Fannar skorar af línunni eftir sendingu frá Kuzmins |
| 05:25 | Brotið á Goran | |
| 04:59 | 2-3 | Guðmundur skorar úr vítinu |
| 04:39 | Árni fer í gegn og fær víti fyrir Hauka, Magnús fær gult spjald | |
| 04:15 | 2-2 | Goran Gusic skorar eftir fína stimplun |
| 04:02 | Sveinbjörn ver frá Árna, Akureyri með boltann | |
| 03:50 | Brotið á Samúel | |
| 03:33 | Haukar að byggja upp sókn | |
| 03:22 | Goran skýtur framhjá fyrir utan | |
| 03:09 | Sveinbjörn ver og Akureyri með boltann | |
| 02:54 | Haukar fá hornkast | |
| 02:43 | Brotið á Haukum | |
| 02:19 | 1-2 | Goran skorar af miklu öryggi |
| 01:59 | Goran fiskar vítakast, hann er í skyttunni | |
| 01:40 | 0-2 | Samúel skorar úr hraðaupphlaupi fyrir Hauka |
| 01:32 | Akureyri missir boltann | |
| 01:04 | 0-1 | Guðmundur skorar úr vítinu, hann gaf sér góðan tíma í þetta |
| 00:42 | Andri Stefan fiskar vítakast | |
| 00:22 | Árni með skot í vörn Akureyrar og Haukar eiga hornkast | |
| 00:01 | Haukar hafa hafið leikinn | |
| Sveinbjörn mun byrja í marki Akureyrar og Magnús í marki Hauka | ||
| Haukar munu byrja með boltann | ||
| Búið er að kynna liðin, stutt er í að leikurinn hefjist | ||
| Liðin eru að koma inn á völlinn | ||
| Leikurinn hefst eftir rétt rúmar 5 mínútur | ||
| Dómarar eru Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson | ||
| Hópur Hauka Markmenn: Magnús Sigmundsson, Björn Viðar Björnsson og Björn Ingi Friðþjófsson Útileikmenn: Kári Kristjánsson, Freyr Brynjarsson, Andri Stefan, Samúel Ívar Árnason, Jón Karl Björnsson, Sigurbergur Sveinsson, Gísli Jón Þórisson, Guðmundur Pedersen, Arnar Pétursson, Árni Þór Sigtryggsson og Þröstur Þráinsson | ||
| Hópur Akureyrar Markmenn: Sveinbjörn Pétursson og Hreiðar Levý Guðmundsson Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Magnús Stefánsson, Ásbjörn Friðriksson, Þorvaldur Þorvaldsson, Nikolaj Jankovic, Rúnar Sigtryggsson, Goran Gusic, Bjarni Gunnar Bjarnason, Aigars Lazdins, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Alexey Kuzmins og Hörður Fannar Sigþórsson | ||
| Upphitun er í fullu gangi hjá liðunum | ||
| Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Akureyrar og Hauka í 10. umferð DHL deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 16:00. |