Fréttir    	
	                     
		
			29. mars 2017 - Akureyri handboltafélag skrifarRándýrt stig á lokasekúndunum í Eyjum Líklega voru það ekki margir utan leikmannahóps Akureyrar sem gerðu sér vonir um stig gegn ofurliði ÍBV í Eyjum í kvöld. ÍBV búið að spila frábærlega í síðustu leikjum og í toppsæti deildarinnar. Akureyri hins vegar búið að fara illa að ráði sínu í síðustu tveim leikjum og í vægast sagt afar þröngri stöðu í neðsta sæti deildarinnar.Pókerinn spilaður á hliðarlínunni. Ljósmynd/Sigfús Gunnar mbl.is 
Eyjamenn tóku leikhlé og skiptu yfir í 5+1 vörn sem riðlaði nokkuð sóknarleik Akureyrar og í kjölfarið komu fimm Eyjamörk og staðan orðin 7-7 eftir fimm mínútna leik. En Akureyri lagði ekki árar í bát og náðu vopnum sínum á ný og leiddu með þrem mörkum, 9-12 í hálfleik.Mindaugas og Kristján Orri Jóhannsson stöðva Sigurberg Sveinsson. 
Akureyri hélt uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og leiddi með tveim til þrem mörkum og leiddi 16-18 þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þá kom annar slæmur kafli þar sem Eyjamenn tóku öll völd á vellinum og áttu næstu fimm mörk og staðan orðin uggvænleg 21-18 og tæpar tíu mínútur eftir af leiknum.VIDEO 
Jafntefli staðreynd en á þeirri stundu ekki ljóst hvaða þýðingu þetta stig hefði fyrir stöðu liðsins.Dýrmætu stigi fagnað í leikslok. Ljósmynd/Sigfús Gunnar mbl.is 
Mörk Akureyrar:  Andri Snær Stefánsson 6 (2 úr vítum), Brynjar Hólm Grétarsson 4, Kristján Orri Jóhannsson 4, Mindaugas Dumcius 4, Friðrik Svavarsson 2, Bergvin Þór Gíslason 1 og Róbert Sigurðarson 1 mark.Mörk ÍBV:  Theodór Sigurbjörnsson 7 (2 úr vítum), Sigurbergur Sveinsson 5, Róbert Aron Hostert 4, Agnar Smári Jónsson 2, Magnús Stefánsson 2, Dagur Arnarsson 1 og Grétar Þór Eyþórsson 1 mark.      Fletta milli frétta     Til baka