Opna Norðlenska mótinu lauk í gær og birtum við hér fjölmargar ljósmyndir Þóris Tryggvasonar frá mótinu. Mikil ánægja var með mótið hjá forsvarsmönnum liðanna sem lýstu yfir áhuga á að koma aftur til leiks að ári liðnu og að mót hér fyrir norðan verði ein af föstu punktunum í lokaundibúningi liðanna fyrir slaginn í Íslandsmótinu.
Um næstu helgi fer fram síðasta æfingamótið að þessu sinni en það er Hafnarfjarðarmótið sem fram fer í Íþróttahúsin við Strandgötu. En þar keppa FH, Haukar, Valur og Akureyri.
Hér eru nokkur sýnishorn af myndum Þóris Tryggvasonar frá mótinu.
Ægir, leikmaður Gróttu er vel yfir meðalhæð

Ekkert gefið eftir en Jón Karl dómari með allt undir kontról

Frá úrslitaleik Akureyrar og FH Logi Geirsson sækir að Akureyrarmarkinu

Frá úrslitaleik Akureyrar og FH - Ási skorar eitt af tólf mörkum sínum

Bjarni Fritzson var valinn besti leikmaður mótsins

FH liðið fagnar 1. sætinu á mótinu
Smelltu hér til að sjá allar myndirnar!