Magnús Stefánsson var í dag valinn í landsliðshópinn í fyrsta skipti. Fimm fyrrverandi leikmenn KA og/eða Akureyrar eru líka hópnum sem Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur valið fyrir tvo leiki gegn Ungverjum 26. og 27. október – þeir Hreiðar Levý Guðmundsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Heimir Árnason og Sverre Jakobsson.
Þessir tveir landsleikir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir EM í Noregi og vegna 50 ára afmælis HSÍ. Tveir nýliðar eru í hópnum en það eru þeir Björgvin Hólmgeirsson og Magnús Stefánsson.
Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir í verkefnið.
| Markverðir | | Leikir | Mörk |
| Birkir Guðmundsson | Lubecke | 0 | 0 |
| Björgvin Gústavsson | Fram | 21 | 1 |
| Hreiðar Guðmundsson | Savehof | 45 | 0 |
| | | | |
| Útileikmenn | | | |
| Alexander Petersson | Flensburg | 55 | 219 |
| Arnór Atlason | FC Köbenhavn | 53 | 88 |
| Ásgeir Hallgrímsson | GOG | 70 | 100 |
| Baldvin Þorsteinsson | Valur | 14 | 30 |
| Bjarni Fritzson | St Raphael | 18 | 16 |
| Björgvin Hólmgeirsson | Stjarnan | 0 | 0 |
| Hannes Jón Jónsson | Fredrecia | 7 | 5 |
| Heimir Árnason | Stjarnan | 19 | 8 |
| Jaliesky Garcia | Goppingen | 40 | 138 |
| Jóhann Einarsson | Fram | 3 | 1 |
| Magnús Stefánsson | Akureyri | 0 | 0 |
| Ólafur Stefánsson | Ciudad Real | 254 | 1204 |
| Róbert Gunnarsson | Gummersbach | 105 | 334 |
| Sigfús Sigurðsson | Ademar Leon | 129 | 299 |
| Snorri Guðjónsson | GOG Gudme | 110 | 342 |
| Sverre Jakobsson | Gummersbach | 35 | 12 |
| Vignir Svavarsson | Skjern | 80 | 74 |
Liðið kemur saman til æfinga nk. mánudag og æfir fram að fyrsta leik sem er á föstudaginn 26.október í Laugardalshöll kl.20:00. Síðari leikur liðanna fer síðan fram á Ásvöllum laugardaginn 27.október kl.14:00.