| Tími | Staða | Skýring |
|
|
| Góða kvöldið og velkomin í þennan mikilvæga leik
|
|
|
| Leikmannahópur Akureyrar er þannig í dag: Markverðir: 1 Jovan Kukobat 18 Stefán Guðnason
Aðrir leikmenn: 2 Andri Snær Stefánsson 3 Geir Guðmundsson 4 Bjarni Fritzson 5 Hreinn Þór Hauksson 7 Snorri Björn Atlason 8 Guðmundur Hólmar Helgason 10 Valþór Guðrúnarson 11 Jón Heiðar Sigurðsson 13 Heimir Örn Árnason 16 Halldór Tryggvason 17 Bergvin Þór Gíslason 23 Heiðar Þór Aðalsteinsson
|
|
|
| Leikmannahópur Aftureldingar er þannig Markverðir: 16 Davíð Hlíðdal Svansson 18 Smári Guðfinnsson
Aðrir leikmenn: 5 Hilmar Stefánsson 6 Helgi Héðinsson 7 Benedikt Reynir Kristinsson 8 Árni Bragi Eyjólfsson 9 Hrafn Ingvarsson 10 Elvar Ásgeirsson 14 Reynir Árnason 15 Þrándur Gíslason 20 Örn Ingi Bjarkason 21 Fannar Helgi Rúnarsson 22 Birkir Benediktsson 24 Hrannar Guðmundsson
|
|
|
| Dómarar í dag eru Hilmar Ingi Jónsson og Magnús Björnsson. Eftirlitsdómari er Helga Magnúsdóttir
|
|
|
| Lið Akureyrar er eins skipað og í síðasta leik. Bergvin er í hóp þrátt fyrir að vera ónýtur í öxlinni
|
|
|
| Hjá Aftureldingu vantar skytturnar Jóhann sem er í leikbanni og Sverri Hermannsson sem er meiddur. Hins vegar er Örn Ingi Bjarkason í hópi í fyrsta sinn í langan tíma
|
| 0:00
|
| Afturelding hefur leikinn
|
| 0:10
|
| Bergvin Gíslason byrjar í Akureyrarvörninni
|
| 0:32
|
| Afturelding fær aukakast
|
| 1:04
|
| Afturelding með skot hátt yfir
|
| 1:12
| 1-0
| Guðmundur Hólmar með frábært mark af gólfinu
|
| 1:41
| 1-1
| Birkir Benediktsson jafnar fyrir Aftureldingu
|
| 2:18
| 2-1
| Geir Guðmundsson í loftið og skorar
|
| 2:55
|
| Jovan Kukobat ver og Akureyri í sókn
|
| 3:18
| 2-1
| Akureyri missir boltann og Bergvin Gíslason rekinn útaf fyrir að sleppa ekki boltanum nógu fljótt
|
| 3:52
| 2-2
| Benedikt fer inn úr horninu og skrúfar boltann í markið
|
| 4:15
|
| Geir Guðmundsson laminn í andlitið og liggur óvígur
|
| 4:15
|
| Það var Benedikt sem lamdi Geir og Benedikt er rekinn útaf fyrir vikið
|
| 4:46
|
| Heimir Örn Árnason stöðvaður og spjald á Birki leikmann Aftureldingar
|
| 5:23
|
| Andri Snær vinnur vítakast
|
| 5:31
|
| Bjarni Fritzson skýtur í slánna en Akureyri vinnur boltann
|
| 5:46
| 3-2
| Guðmundur Hólmar skorar fyrir utan
|
| 6:10
|
| Akureyri með fullskipað lið
|
| 6:26
|
| Afturelding líka
|
| 6:46
| 3-3
| Benedikt frír á línunni og skorar
|
| 7:18
| 4-3
| Geir Guðmundsson með flott mark
|
| 7:47
| 4-4
| Þrándur Gíslason dauðafrír og jafnar af línunni
|
| 8:07
|
| Guðmundur Hólmar fékk spjald í leiðinni
|
| 8:18
| 5-4
| Heimir Örn Árnason brýst í gegn og skorar
|
| 9:01
|
| Bergvin Gíslason fær spjald fyrir vasklega framgöngu í vörninni
|
| 9:20
|
| Bergvin Gíslason rekinn útaf – dómararnir átta sig á að það var búið að reka hann útaf áður þannig að ekki er hægt að gefa honum gula spjaldið!
|
| 9:31
|
| Akureyri vinnur boltann
|
| 10:05
|
| Guðmundur Hólmar fær aukakast
|
| 10:20
|
| Geir Guðmundsson í gegn en Davíð í markinu varið meistaralega
|
| 10:33
| 5-5
| Þrándur Gíslason skorar af línunni
|
| 11:13
|
| Guðmundur Hólmar fær aukakast
|
| 11:28
|
| Akureyri missir boltann
|
| 11:50
|
| Afturelding fær vítakast
|
| 12:15
|
| Hilmar skýtur í slá og Jovan Kukobat hirðir boltann
|
| 12:44
|
| Valþór Guðrúnarson kominn í sóknina en missir boltann útaf
|
| 13:30
|
| Afturelding fær vítakast og Hreinn Hauksson spjald
|
| 13:31
|
| Jovan Kukobat ver vítið frá Helga Héðinssyni með tilþrifum og Akureyri í sókn
|
| 14:12
|
| Andri Snær fer inn úr horninu en það er varið, Akureyri heldur þó boltanum
|
| 14:31
|
| Guðmundur Hólmar með skot sem fer í horn
|
| 14:49
|
| Geir Guðmundsson fær aukakast
|
| 14:52
|
| Þrándur Gíslason fékk spjald
|
| 15:01
| 6-5
| Heimir Örn Árnason með mark fyrir utan
|
| 15:47
| 6-6
| Hrafn Ingvarsson skorar eftir að Akureyrarvörnin galopnaðist
|
| 16:19
| 7-6
| Guðmundur Hólmar stekkur upp og skorar flott mark
|
| 16:33
| 7-7
| Helgi Héðinsson jafnar með skoti fyrir utan
|
| 16:33
|
| Akureyri tekur leikhlé
|
| 16:33
|
| Leikurinn hefst á ný
|
| 16:46
|
| Bjarni Fritzson vinnur vítakast
|
| 17:03
|
| Heimir Örn Árnason fer á punktinn
|
| 17:13
| 8-7
| Heimir Örn Árnason skorar í hornið uppi
|
| 17:37
|
| Jovan Kukobat ver og Akureyri með boltann
|
| 18:18
| 9-7
| Heimir Örn Árnason skorar fyrir utan
|
| 18:45
|
| Jovan Kukobat ver
|
| 18:56
|
| Guðmundur Hólmar með skot sem er varið og Afturelding í sókn
|
| 19:30
| 9-8
| Benedikt fer inn úr horninu og smyr boltann upp í hornið fjær
|
| 20:08
|
| Geir Guðmundsson með skot í stöngina
|
| 20:16
|
| Andri Snær skutlar sér og vinnur boltann
|
| 20:40
| 9-9
| Hilmar Stefánsson jafnar fyrir Aftureldingu
|
| 21:18
|
| Andri Snær vinnur vítakast
|
| 21:21
| 10-9
| Heimir Örn Árnason skorar úr vítinu
|
| 21:22
|
| Benedikt var rekinn útaf fyrir brotið
|
| 22:05
|
| Jovan Kukobat ver glæsilega af línunni og Akureyri með boltann
|
| 22:31
|
| Guðmundur Hólmar með skot sem er varið
|
| 23:15
|
| Afturelding missir boltann
|
| 23:39
|
| Heimir Örn Árnason fær á sig ruðning
|
| 23:50
|
| Benedikt skýtur framhjá úr hraðaupphluapi
|
| 24:14
| 11-9
| Valþór Guðrúnarson fer í gegn og skorar
|
| 24:29
| 11-10
| Hrafn Ingvarsson minnkar muninn fyrir Aftureldingu jafnharðan
|
| 25:14
|
| Heimir Örn Árnason fær aukakast, þarna hefði hann viljað fá eitthvað meira
|
| 25:40
| 12-10
| Guðmundur Hólmar skorar af gólfinu
|
| 26:17
| 12-11
| Hrafn með mark - í gólfið og upp í þaknetið
|
| 26:49
|
| Akureyri missir boltann
|
| 27:01
|
| Bjarni Fritzson rekinn útaf og Afturelding fær billegt vítakast
|
| 27:01
|
| Nei það er bara dæmt aukakast enda hlaut það að vera
|
| 27:16
|
| Jovan Kukobat ver og Akureyri heldur boltanum
|
| 27:20
|
| Hrafn fékk högg og liggur í gólfinu en hann hristir þetta af sér og leikurinn heldur áfram
|
| 27:41
|
| Guðmundur Hólmar fær aukakast
|
| 27:55
| 12-12
| Benedikt jafnar úr hraðaupphlaupi, Jovan var kominn útúr markinu þannig að þetta var auðvelt fyrir Benedikt
|
| 28:35
|
| Geir Guðmundsson með skot sem er varið og Afturelding fer í sókn
|
| 28:48
|
| Afturelding tekur leikhlé
|
| 28:48
|
| Afturelding byrjar leikinn á ný
|
| 28:53
| 12-13
| Birkir með skot sem breytir um stefnau af vörninni og lekur í netið
|
| 29:26
|
| Guðmundur Hólmar brýst í gegn og sækir vítakast
|
| 29:43
| 13-13
| Heimir Örn Árnason skorar úr vítinu
|
| 30:00
|
| Guðmundur Hólmar á skot eftir hraða sókn en það er varið og tíminn rennur út
|
| 30:00
|
| Heimir Örn Árnason er markahæstur með 6 mörk, Guðmundur Hólmar er með 4, Geir 2 og Valþór 1
|
| 30:00
|
| Akureyri leggur af stað í fyrstu sókn seinni hálfleiks
|
| 30:45
| 14-13
| Geir Guðmundsson skorar með bylmingsskoti
|
| 31:12
|
| Afturelding fær fríkast
|
| 31:27
|
| og aftur
|
| 31:38
|
| Jovan Kukobat ver og Akureyri komið í sókn
|
| 31:58
|
| Bjarni Fritzson er tekinn úr umferð
|
| 32:10
|
| Þrándur Gíslason rekinn útaf fyrir harkalega meðferði á Hreini Haukssyni
|
| 32:24
|
| Andri Snær inn úr horninu en Davíð ver og Afturelding í sókn
|
| 32:52
| 14-14
| Hrafn Ingvarsson fer í gegn og skorar
|
| 33:14
| 15-14
| Andri Snær brýst í gegn og núna skorar hann
|
| 34:12
|
| Afturelding fær aukakast
|
| 34:29
|
| Jovan Kukobat ver og Akureyri í sókn
|
| 34:45
| 16-14
| Guðmundur Hólmar með flotta neglu af gólfinu og boltinn liggur í netinu
|
| 35:08
|
| Afturelding fær aukakast
|
| 35:46
| 16-15
| Þrándur laus á línunni og skorar
|
| 36:26
|
| Andri Snær með skot sem er varið en hann er snöggur til baka og vinnur boltann aftur í vörninni
|
| 36:58
| 17-15
| Heimir Örn Árnason lyftir sér upp og skorar
|
| 37:15
| 18-15
| Andri Snær skorar úr hraðaupphlaupi eftir snilldarsendingu frá Jovan
|
| 37:51
|
| Jovan Kukobat ver og Akureyri í sókn
|
| 38:07
|
| Heimir Örn Árnason með skot í stöng
|
| 38:16
| 18-16
| Hrafn Ingvarsson skorar fyrir Aftureldingu
|
| 38:37
|
| Geir Guðmundsson fær aukakast
|
| 38:54
|
| Andri Snær með skot í stöng
|
| 39:08
| 19-16
| Geir Guðmundsson geysist upp völlinn og skorar með tilþrifum
|
| 39:35
| 19-17
| Birkir skorar fyrir Aftureldingu
|
| 39:53
| 20-17
| Geir Guðmundsson rífur sig lausan og skorar - kraftur í Geira þessa stundina
|
| 40:24
|
| Afturelding missir boltann
|
| 40:34
| 21-17
| Bjarni Fritzson skorar úr hraðaupphlaupi, ótrúlegt hans fyrsta mark í leiknum
|
| 40:38
|
| Afturelding tekur leikhlé
|
| 40:38
|
| Stúkan tekur heldur betur við sér og hvetur heimamenn til dáða
|
| 40:38
|
| Afturelding byrjar á ný
|
| 40:55
|
| Akureyri vinnur boltann í vörninni
|
| 41:31
|
| Heimir Örn Árnason fær aukakast
|
| 41:47
|
| Andri Snær rifinn niður en fær bara aukakast
|
| 42:11
| 21-18
| Birkir skorar úr hraðri sókn en liggur eftir
|
| 42:11
|
| Bjarni Fritzson var rekinn af velli. Birkir stendur á fætur og leikurinn hefst á ný
|
| 42:51
|
| Guðmundur Hólmar með skot sem vörnin ver
|
| 43:05
| 21-19
| Birkir með neglu af gólfinu og minnkar muninn
|
| 43:16
|
| Akureyri tekur leikhlé
|
| 43:20
|
| Bjarni Fritzson er utan vallar eins og er
|
| 43:57
|
| Guðmundur Hólmar óheppinn með skot í stöng
|
| 44:18
|
| Afturelding fær innkast
|
| 44:34
|
| Afturelding fær aukakast
|
| 44:46
| 21-20
| Birkir fer í gegn og skorar, þrjú mörk í röð frá honum
|
| 45:25
|
| Valþór Guðrúnarson kominn í gegn en það er varið
|
| 45:40
| 21-21
| Hrafn jafnar leikinn með skoti fyrir utan
|
| 46:16
|
| Geir Guðmundsson fær aukakast
|
| 46:31
| 22-21
| Geir Guðmundsson með magnað skot og mark
|
| 47:00
|
| Afturelding fær vítakast
|
| 47:16
| 22-22
| Hilmar Stefánsson mætir á punktinn og skorar úr vítinu
|
| 47:41
| 23-22
| Guðmundur Hólmar með glæsilegt mark
|
| 48:20
|
| Afturelding fær aukakast
|
| 48:33
|
| Afturelding fær á sig ruðning
|
| 48:59
|
| Heimir Örn Árnason skorar að því er virðist fullkomlega löglegt mark en dómararnir dæma hins vegar aukakast
|
| 49:21
|
| Guðmundur Hólmar skorar en markið aftur dæmt af og Guðmundur rekinn útaf líklega fyrir að tjá sig við dómarana
|
| 49:41
| 23-23
| Benedikt skorar úr hraðaupphlaupi
|
| 49:59
| 24-23
| Geir Guðmundsson alveg brjálaður og skorar af harðfylgi
|
| 50:36
|
| Afturelding missir Benedikt útaf, hans þriðja brottvísun þannig að hann kemur ekki meira við sögu
|
| 50:42
|
| Afturelding fær aukakast
|
| 50:42
|
| Afturelding reynir sirkus sem misheppnast og Akureyri með boltann
|
| 50:42
| 25-23
| Andri Snær inn á línu og skorar
|
| 51:52
|
| Jovan Kukobat ver og Akureyri heldur boltanum
|
| 52:27
|
| Geir Guðmundsson með skot í slá og Afturelding með boltann
|
| 52:45
|
| Dæmdur ruðningur á Aftureldingu
|
| 53:16
|
| Andri Snær fær vítakast
|
| 53:31
| 26-23
| Heimir Örn Árnason skorar úr vítinu
|
| 54:16
|
| Jovan Kukobat ver en Afturelding nær frákastinu
|
| 54:25
|
| Afturelding tekur leikhlé rétt áður en þeir skjóta í stöng og útaf. Þeir halda því boltanum
|
| 54:25
|
| Afturelding byrjar aftur
|
| 54:39
|
| Afturelding hendir boltanum útaf
|
| 55:08
|
| Heimir Örn Árnason í gegn en fær aukakast
|
| 55:28
|
| Geir Guðmundsson fær aukakast
|
| 55:48
|
| Geir Guðmundsson fær aukakast og aftur
|
| 55:52
| 27-23
| Heimir Örn Árnason með frábæra neglu og boltinn syngur í netinu
|
| 56:27
|
| Afturelding fær aukakast
|
| 56:39
|
| Afturelding fær víti
|
| 56:55
| 27-24
| Himar skorar úr vítinu
|
| 57:14
|
| Heimir Örn Árnason klókur og sækir aukakast
|
| 57:27
|
| Geir Guðmundsson fær aukakast
|
| 57:39
| 28-24
| Heimir Örn Árnason fer í gegn og skorar
|
| 57:54
|
| Hörð átök í vörninni Afturelding með aukakast
|
| 58:04
|
| Heimir Örn Árnason brýtur á Birki
|
| 58:15
|
| Afturelding fær aukakast
|
| 58:35
|
| Bjarni Fritzson vinnur boltann í vörninni
|
| 59:01
|
| Guðmundur Hólmar fær aukakast
|
| 59:16
|
| Geir Guðmundsson með aukakast
|
| 59:24
| 29-24
| Heimir Örn Árnason fer á kostum og skorar með undirskoti, hans 11 mark í leiknum
|
| 59:50
| 29-25
| Hrafn Ingvarsson sleppur í gegn og skorar
|
| 60:00
|
| Leiktíminn rennur út og Akureyri fagnar gríðarlega mikilvægum sigri og öruggu sæti í úrvalsdeildinni að ári
|
| 60:00
|
| Davíð Svansson markvörður Aftureldingar er valinn maður síns liðs
|
| 60:00
|
| Heimir Örn Árnason er valinn maður Akureyrarliðsins og fá báðir matarkörfu frá Norðlenska að launum
|