| Tími | Staða | Skýring |
| 0:00
|
| Við bjóðum ykkur velkomin til leiks, leikurinn hefst klukkan 19:30 og lýsingin rétt fyrir þann tíma.
|
|
|
| Það er farið að styttast í leikinn
|
|
|
| Liðin eru búin að hita upp og kynning liðanna að hefjast
|
| 04:21
| 1-3
| Vegna rafmagnsleysis verður lýsingin í furðulegu lagi en við munum gera okkar besta að segja sem best frá.
FH hefur byrjað mun betur
|
| 05:36
| 1-4
| FH skorar og er í sókn
|
| 05:36
| 1-5
| Aron Pálmarsson skorar með þrumuskoti fyrir FH
|
| 05:36
| 2-5
| Hörður Fannar brýst í gegn og skorar
|
|
|
| Hafþór ver glæsilega, Akureyri í sókn
|
| 7:29
| 2-6
| Ásbjörn skorar fyrir FH
|
| 8:00
|
| Einhver pirringur er á milli leikmanna Akureyrar, enda ekki nægilega góð byrjun
|
| 11:37
| 3-7
| Akureyri er í sókn, sambandið slitnaði og því kom þetta gat í lýsinguna
|
| 12:09
|
| Árni fiskar vítakast og einn FH-ingur fær 2 mínútur
|
| 12:09
| 4-7
| Jónatan skorar
|
| 12:56
|
| Hafþór ver, Akureyri í sókn
|
| 13:37
|
| Akureyri er að koma sér aftur inn í leikinn
|
| 13:55
|
| Akureyri fær boltann
|
| 14:05
|
| Andri Snær fær dæmd á sig skref
|
| 14:32
|
| Hörður Fannar brýtur af sér
|
| 14:51
| 5-8
| Enn skora FH með langskoti, Hafþór er ekki líklegur til að verja þau
|
| 15:23
|
| Andri Snær ræðst á vörnina en hann er stöðvaður
|
| 15:41
| 6-8
| Árni skorar fyrir Akureyri
|
| 16:13
|
| Fín vörn hjá Akureyri, FH í sókn
|
| 16:35
|
| Akureyri er að leika 3-2-1 vörn, Hreinn er fremstur og er að stöðva Aron Pálmarsson vel
|
| 16:58
|
| Hafþór ver vel
|
| 17:09
|
| Hreinn reynir að brjótast í gegn en hann er stöðvaður
|
| 17:34
|
| Jónatan reynir en brotið er á honum
|
| 17:53
| 6-9
| Árni með slaka sendingu og FH refsar með hraðaupphlaupi
|
| 18:22
|
| Brotið á Jónatan
|
| 18:50
|
| Jankovic klikkar en Jonni nær frákastinu
|
| 19:10
|
| Andri Snær brýst í gegn og fiskar víti
|
| 19:17
| 7-9
| Jónatan svellkaldur, skorar sláin inn
|
| 19:45
|
| Aron með skot framhjá, Akureyri í sókn
|
| 19:56
| 8-9
| Jónatan skorar af miklu harðfylgi
|
| 20:19
|
| Andri Snær stöðvar Ásbjörn, FH er með boltann
|
| 20:27
|
| Tíminn er stopp, verið að þurrka
|
| 20:33
|
| Rúnar fær gult spjald
|
| 21:03
|
| Andri Snær reynir að brjótast í gegn, en FH-ingur stöðvar hann með því að slá hann í andlitið, tvær mínútur fyrir það
|
| 21:15
| 9-9
| Árni jafnar metin!
|
| 21:32
|
| Flott stemmning í höllinni
|
| 21:44
|
| Akureyri náði boltanum, en missti hann strax aftur
|
| 22:07
|
| Hreinn fær 2 mínútur
|
| 22:20
|
| Akureyri nær boltanum
|
| 22:33
|
| FH fær fullskipað lið eftir smá stund
|
| 22:40
|
| Jónatan hinsvegar fær högg á andlitið og FH-ingar missa leikmann strax aftur útaf
|
| 22:47
|
| Dæmdur fótur eftir slaka sendingu frá Andra Snæ
|
| 22:50
| 9-10
| Aron kemur FH aftur yfir
|
| 22:58
|
| Árni með skot, Akureyri heldur boltanum
|
| 23:05
| 10-10
| Jónatan jafnar
|
| 23:10
| 10-11
| Ásbjörn kemur FH strax aftur yfir
|
| 23:20
| 11-11
| Árni kemur með fínt skot og jafnar metin, hörkuleikur
|
| 23:28
|
| Hafþór ver frá Aroni
|
| 23:33
|
| Rúnar brýst í gegn og fiskar vítakast
|
| 23:33
|
| Tíminn er stopp fyrir vítakastið, þarf að þurrka aðeins. Fín stemmning í höllinni
|
| 23:36
| 12-11
| Jónatan skorar og kemur Akureyri yfir í fyrsta skiptið
|
| 23:52
|
| Þetta var mark númer 7 hjá Jónatan
|
| 24:02
|
| Enn þarf að þurrka gólfið
|
| 24:16
|
| Hörður Fannar með frábæra vörn, FH enn með boltann
|
| 26:26
|
| Hörður Fannar fær tveggja mínútna brottvísun
|
| 26:41
| 12-12
| Ólafur jafnar með langskoti fyrir FH
|
| 27:17
|
| Andri Snær fær högg á andlitið og FH missir mann útaf í 2 mínútur
|
| 27:35
|
| Andri Snær fær aukakast, var alveg við það að komast í gegn
|
| 27:52
|
| Árni með skot, en það geigar. FH með boltann
|
| 28:33
|
| Hreinn kemur inn, Akureyri með fullskipað lið
|
| 28:41
| 12-13
| Ólafur skorar með laglegu langskoti
|
| 29:01
| 13-13
| Árni skorar afar gott mark fyrir utan
|
| 29:30
|
| Hafþór ver, Akureyri með boltann
|
| 29:40
|
| Akureyri tekur leikhlé
|
| 29:42
|
| Leikurinn er hafinn að nýju
|
| 30:00
| 14-13
| Jónatan skorar á lokasekúndunum
|
| 30:00
| 14-13
| Akureyri leiðir því með einu marki í hálfleik. Jónatan hefur gert 8 mörk
|
| 30:00
|
| Síðari hálfleikur fer að hefjast
|
| 30:01
|
| FH hefur hafið síðari hálfleikinn
|
| 30:21
|
| FH fær aukakast
|
| 30:36
|
| FH fær annað aukakast
|
| 30:51
| 14-14
| Ólafur jafnar metin með laglegu skoti
|
| 31:20
| 15-14
| Árni skorar með góðu skoti
|
| 31:31
| 15-15
| FH jafnar hinsvegar um leið
|
| 31:59
|
| Árni með skot sem er varið, FH með boltann
|
| 32:17
|
| Jankovic klikkar í hraðaupphlaupi en Andri nær frákastinu
|
| 32:44
| 16-15
| Andri Snær skorar úr horninu
|
| 33:02
|
| Andri Snær klikkar af línunni
|
| 33:14
|
| Akureyri er að spila flotta vörn
|
| 33:30
|
| Vörn Akureyrar ver skot, FH enn með boltann
|
| 33:48
| 16-16
| Ásbjörn jafnar fyrir FH
|
| 33:59
|
| Árni reynir en brotið er á honum
|
| 34:39
| 17-16
| Rúnar með gott skot fyrir utan
|
| 34:57
|
| Þorvaldur ver skot frá Aroni Pálmarssyni, FH með boltann
|
| 35:21
|
| Hreinn tekur vel á Aroni
|
| 35:41
| 17-17
| FH skorar eftir fína stimplun
|
| 36:29
| 18-17
| Þorvaldur skorar af línunni eftir sendingu frá Jonna
|
| 36:58
|
| Fín vörn hjá Akureyri, FH á aukakast
|
| 37:11
|
| Hafþór með flotta vörslu, Akureyri í sókn
|
| 37:34
|
| Einn FH-ingurinn fær tveggja mínútna brottvísun
|
| 37:48
|
| Rúnar fær vítakast
|
| 37:51
| 19-17
| Jónatan skorar af miklu öryggi
|
| 38:02
|
| Eftir slæma byrjun er Akureyri hreinlega að sýna það að það er sterkara liðið
|
| 38:23
|
| FH fær aukakast
|
| 38:40
|
| Hreinn fær tveggja mínútna brottvísun
|
| 38:53
|
| Árni brýtur á Guðmundi Pedersen, FH á aukakast
|
| 39:10
| 19-18
| Ásbjörn skorar enn á Hafþór
|
| 39:30
|
| Árni fær aukakast, FH með fullskipað lið
|
| 39:45
|
| Brotið á Rúnari
|
| 40:02
| 19-19
| FH skorar úr hraðaupphlaupi
|
| 40:28
|
| Andri Snær brýst í gegn og fiskar leikmann FH útaf í 2 mínútur. Uppsker þó aðeins aukakast
|
| 40:37
| 20-19
| Jónatan með frábært skot fyrir utan
|
| 41:04
|
| Hreinn er að spila afar góða vörn
|
| 41:21
|
| Hafþór ver en FH heldur boltanum
|
| 41:37
|
| Hafþór ver frá Ásbirni
|
| 41:50
|
| Andri Snær skorar en dæmd er lína
|
| 41:57
|
| FH heldur því af stað í sókn
|
| 42:21
|
| Vörn Akureyrar ver skot, FH enn með boltann
|
| 42:32
| 20-20
| Ólafur jafnar enn metin
|
| 43:05
|
| Akureyri fær aukakast eftir að varið hafði verið frá Árna
|
| 43:23
|
| Jónatan reynir, en brotið er á honum
|
| 43:35
| 21-20
| Árni skorar gott mark fyrir utan
|
| 43:48
|
| Hafþór étur hreinlega Guðmund Pedersen, Akureyri með boltann
|
| 44:19
|
| Andri Snær fer í gegn, fiskar vítakast og Hjörtur Hinriksson fær 2 mínútur
|
| 44:22
| 22-20
| Jónatan skorar af miklu öryggi úr vítinu
|
| 44:47
|
| FH fær aukakast
|
| 44:58
|
| Árni stelur boltanum, Akureyri leggur af stað í sókn
|
| 45:20
|
| Árni með skot sem er varið, FH með boltann
|
| 45:48
|
| Hörður Fannar stöðvar Guðmund Pedersen
|
| 45:58
| 22-21
| Aron skorar fyrir FH fyrir utan
|
| 46:23
|
| FH er komið með fullskipað lið
|
| 46:46
| 23-21
| Hörður Fannar skorar laglega af línunni
|
| 46:58
| 23-22
| Hjörtur skorar úr þröngri stöðu
|
| 47:28
| 24-22
| Jónatan skorar enn og aftur
|
| 47:36
|
| Aron með glórulaust skot fyrir FH, langt yfir
|
| 48:10
|
| Heiðar Þór fær dæmdan á sig ruðning
|
| 48:24
|
| Andri Snær stal boltanum en missti hann aðeins of langt frá sér. FH í sókn
|
| 48:48
| 24-23
| Ólafur skorar enn og aftur fyrir utan
|
| 49:03
|
| Jesper kemur í mark Akureyrar, í hans fyrsta alvöru leik fyrir félagið
|
| 49:19
|
| Akureyri missir boltann
|
| 49:29
|
| FH fær hornkast
|
| 49:45
|
| Akureyri nær boltanum
|
| 50:16
|
| Árni reynir en hann er stöðvaður
|
| 50:34
|
| Rúnar með skot sem er varið
|
| 50:44
| 24-24
| Guðmundur Pedersen jafnar fyrir FH, Jesper var nálægt því að verja
|
| 51:22
|
| Árni stekkur upp en hann er rifinn niður, aukakast
|
| 51:26
|
| Tíminn er stopp, verið að þurrka
|
| 51:40
|
| Jónatan fær aukakast
|
| 51:51
|
| Andri Snær fær aukakast, höndin er komin upp
|
| 52:00
|
| Verið er að þurrka, hvað gerir Akureyri núna?
|
| 52:06
|
| Árni skýtur í slá, en Akureyri nær frákastinu
|
| 52:19
|
| Oddur fer í gegn og fær víti
|
| 52:36
| 25-24
| Jónatan skorar
|
| 53:08
| 25-25
| Aron jafnar eftir að skot hans hafði breytt um stefnu af varnarmanni Akureyrar
|
| 53:34
| 26-25
| Rúnar með skot í slá og inn
|
| 53:47
|
| Tíminn er stopp, verið að þurrka
|
| 54:05
|
| Guðmundur Pedersen vippar framhjá úr horninu, Akureyri með boltann
|
| 54:31
|
| Boltinn dæmdur af Akureyri
|
| 54:56
| 26-26
| Ólafur jafnar enn og aftur metin fyrir FH
|
| 55:09
|
| Hafþór kemur aftur í mark Akureyrar
|
| 55:27
|
| Jónatan stelur boltanum eftir að FH hafði náð honum, Akureyri í sókn
|
| 55:46
|
| Árni klikkar upplögðu færi
|
| 55:56
| 26-27
| FH refsar og kemst yfir
|
| 56:21
|
| Oddur fær aukakast
|
| 56:30
|
| Oddur fær aftur aukakast
|
| 56:42
|
| FH fær boltann
|
| 57:05
|
| Hreinn með góða vörn
|
| 57:18
| 26-28
| Aron skorar fyrir FH
|
| 57:24
|
| Akureyri tekur leikhlé
|
| 57:24
|
| FH hefur átt skínandi kafla á síðustu mínútum, á sama tíma hafa Akureyringar verið klaufar í fínum færum
|
| 57:46
| 26-29
| Akureyri reyndi sirkusmark en fékk þess í stað mark á sig úr hraðaupphlaupi
|
| 58:16
|
| Jankovic fer inn úr ómögulegu færi og klikkar
|
| 58:36
| 26-30
| Akureyri með mann á mann vörn, en FH skorar
|
| 58:53
|
| Andri Snær fær aukakast
|
| 59:09
|
| Árni með skot sem er varið, FH í sókn
|
| 59:28
| 26-31
| Enn skorar FH
|
| 59:44
|
| Jónatan með skot sem er varið
|
| 60:00
|
| Leiknum lýkur með sigri FH
|
| 60:00
|
| Eftir að hafa átt skelfilega byrjun, þá náði Akureyri að spila mun betur lengst af í leiknum. Hinsvegar endaði liðið leikinn skelfilega og því fór FH með sigur af hólmi í dag
|
| 60:00
|
| Margt jákvætt í leik Akureyrar en það má með sanni segja að Akureyri hafi klikkað á ögurstundu í leiknum
|