| Tími | Staða | Skýring |
|
|
| Velkomin til leiks, leikurinn fer rétt að hefjast.
|
|
|
| Akureyri byrjar með boltann, Jónatan Magnússon er í byrjunarliðinu
|
| 0:50
| 0-1
| Jónatan skorar eftir gegnumbrot
|
| 1:20
|
| Sveinbjörn ver
|
| 2:20
| 0-2
| Hörður Fannar skorar af línunni
|
| 3:15
| 1-2
| ÍR skora eftir gegnumbrot
|
| 3:35
| 1-3
| Goran Gusic brýst í gegn og skorar
|
| 3:50
|
| Sveinbjörn ver Akureyri í sókn
|
| 4:16
|
| Varið frá Hödda
|
| 5:05
| 2-3
| ÍR skorar úr víti
|
| 5:30
| 2-4
| Goran Gusic með gott mark
|
| 6:10
|
| ÍR með skot framhjá, Akureyri í sókn
|
| 7:40
| 2-5
| Heiðar Þór með mark úr hraðaupphlaupi
|
| 8:50
| 3-5
| ÍR með skot í stöng og í Sveinbjörn og inn
|
| 9:20
|
| Jónatan með skot í stöng og útaf
|
| 9:45
|
| Sveinbjörn ver en ÍR fær víti
|
| 10:00
|
| Vítið er í stöng, og í kjölfarið dæmdur ruðningur á ÍR
|
| 10:40
| 3-6
| Magnús skorar
|
| 11:36
|
| ÍR með skot framhjá
|
| 12:10
|
| Goran reynir að vippa en markvörður ÍR ver
|
| 12:40
|
| Sveinbjörn ver, ÍR með boltann
|
| 13:05
|
| ÍR-ingar henda boltanum út af
|
| 13:20
| 3-7
| Goran Gusic með mark úr hægra horni
|
| 13:50
| 4-7
| ÍR skora
|
| 14:20
|
| Magnús með skot sem er varið, ÍR með boltann
|
| 15:20
| 4-8
| Heiðar Þór skorar úr hraðaupphlaupi
|
| 15:50
| 5-8
| ÍR svara með marki
|
| 16:10
|
| Dæmd lína á Valda
|
| 17:15
| 6-8
| Davíð Georgsson minnkar muninn fyrir ÍR
|
| 18:00
| 6-9
| Magnús með gott mark fyrir utan
|
| 18:35
| 7-9
| Bjartur Máni skorar úr hægra horninu
|
| 19:10
| 7-10
| Þorvaldur með mark af línunni
|
| 19:40
|
| ÍR fær aukakast
|
| 20:10
|
| Hörður Fannar fær gula spjaldið
|
| 20:20
|
| Skref á ÍR, Akureyri geysist í sókn en Valdi missir boltann
|
| 21:00
|
| Sveinbjörn ver frá Bjarti Mána
|
| 22:00
| 7-11
| Einar Logi með skot og mark fyrir utan
|
|
|
| Vörnin er fín, verið að þurrka gólfið, ÍR í sókn
|
| 22:40
|
| Andri Snær fær 2 mínútur fyrir bakhrindingu
|
| 23:05
| 8-11
| Bjartur Máni skorar úr hægra horninu
|
| 23:40
|
| Vörnin ver frá Ása
|
| 24:30
|
| ÍR með skot í stöng, Akureyri í sókn
|
|
|
| Sævar Árnason tekur leikhlé
|
|
|
| Leikurinn hefst á ný
|
| 24:48
|
| Varið frá Hödda á línunni, ÍR klúðra hraðaupphlaupinu
|
| 25:40
|
| Einar Logi með skot framhjá
|
| 26:15
|
| Sveinbjörn ver
|
| 26:40
|
| Magnús með skot sem er varið, ÍR með boltann
|
| 27:30
| 9-11
| Enn skorar Bjartur Máni úr hægra horninu
|
| 28:15
|
| Einar Logi missir boltann, ÍR í sókn
|
| 28:50
|
| Dæmd lína á ÍR
|
| 29:14
|
| Varið frá Heidda
|
|
|
| ÍR taka leikhlé
|
|
|
| Vörn Akureyrar er búin að vera fín en sóknarleikurinn hefur ekki verið nógu sannfærandi, Rúnar les yfir sínum mönnum í hléinu
|
|
|
| Leikurinn er hafinn á ný
|
| 29:37
|
| Sveinbjörn ver en ÍR fær víti
|
| 30:00
|
| Sveinbjörn ver vítið og tíminn rennur út
|
|
|
| Mörk Akureyrar hafa dreifst þannig: Goran 3, Magnús og Heiðar 2 hvor, Einar Logi, Þorvaldur, Jónatan og Hörður Fannar 1 mark hver
|
|
|
| Síðari hálfleikur fer að hefjast, það eru ÍR-ingar sem hefja leikinn
|
| 30:30
|
| Sveinbjörn ver, Akureyri með boltann
|
| 31:07
|
| Einar Logi með skot sem er varið, ÍR í sókn
|
| 31:50
|
| Sveinbjörn ver
|
| 32:30
|
| Brotið harkalega á Ólafi Sigurgeirssyni
|
| 32:50
| 10-11
| Einar Logi fær 2 mín, Davíð minnkar muninn fyrir ÍR
|
| 33:10
| 10-12
| Magnús stekkur upp og skorar
|
| 33:40
|
| Sveinbjörn ver, Akureyri með boltann
|
| 34:40
| 11-12
| Sirkustilraun mistekst og í kjölfarið skora ÍR úr hraðri sókn
|
| 35:20
| 11-13
| Goran Gusic svarar með góðu marki
|
| 35:40
|
| Dæmdur ruðningur á ÍR
|
| 35:50
| 11-14
| Hörður Fannar með mark af línunni
|
| 36:30
| 11-15
| Aftur ruðningur á ÍR, Andri Snær skorar úr hraðaupphlaupi
|
| 37:00
|
| Sveinbjörn ver Akureyri með boltann
|
| 37:10
| 11-16
| Andri Snær skorar
|
| 37:30
|
| Sveinbjörn ver meistaralega
|
| 37:40
| 11-17
| Andri Snær skorar enn úr hraðri sókn
|
| 38:25
|
| Ruðningur á ÍR en dómararnir stöðva hraðaupphlaup Akureyrar
|
|
|
| Þjálfari ÍR fær gult spjald fyrir kjaftbrúk
|
| 39:05
| 11-18
| Magnús lyftir sér upp og skorar
|
| 40:00
|
| Misheppnuð sending í hraðaupphlaupi hjá Rúnari
|
| 40:50
|
| Varið frá Magga en Akureyri með boltann
|
| 41:20
|
| Magnús með skot sem er varið
|
| 41:40
| 12-18
| ÍR minnkar muninn úr langskoti
|
| 42:15
|
| Andri Snær fær víti
|
|
| 12-19
| Jónatan skorar úr vítinu
|
| 43:00
| 13-19
| Aftur skorar ÍR úr langskoti
|
| 43:20
|
| Rúnar með skot í þverslá
|
| 43:40
|
| Sveinbjörn ver, Akureyri með boltann
|
| 44:20
| 13-20
| Rúnar með gott mark fyrir utan
|
| 44:40
| 14-20
| Ísleifur minnkar muninn fyrir ÍR
|
| 45:10
|
| Jankovic með sirkustilraun en það er varið, ÍR með boltann
|
| 45:20
|
| Vörnin ver, ÍR fær innkast
|
| 45:30
|
| Sveinbjörn ver meistaralega, þetta var dúndurskot beint í andlitið á honum
|
|
|
| Rúnar braut á ÍR-ingnum í skottilrauninni áðan og fær 2 mínútur en ÍR víti
|
|
|
| Vítið fer í stöng og út af.
|
|
|
| Framkvæmd vítakastsins var mjög sérstök, Sveinbjörn var alls ekki búinn að jafna sig eftir skotið í andlitið þegar dómararnir létu taka vítið, Sveinbjörn var alls ekki sáttur og lét dómarana heyra það á kjarnyrtri norðlensku. Dómararnir virðast reyndar átta sig á mistökum sínum og Bubbi sleppur með skrekkinn
|
| 46:45
|
| Jankovic með skot í stöng eftir að hornið hafði verið galopnað
|
| 47:05
| 15-20
| Bjartur Máni skorar úr hægra horninu
|
| 47:07
|
| Elmar kemur í markið, Sveinbjörn virðist hafa vankast lítillega áðan.
|
| 47:50
|
| Andri Snær fiskar vítakast og ÍR-ing út af
|
| 48:00
| 15-21
| Jónatan tekur vítið sem er varið en hann nær frákastinu og skorar
|
| 48:38
| 16-21
| Davíð skorar fyrir ÍR
|
| 49:05
|
| Brotið á Einari Loga en ekkert dæmt, ÍR með boltann
|
| 50:00
|
| Mistök í hraðaupphlaupi og ÍR fær boltann
|
| 50:25
|
| ÍR fær vítakast
|
|
| 17-21
| Davíð skorar úr vítinu
|
| 50:50
|
| Sveinbjörn er kominn aftur í markið
|
| 51:20
| 17-22
| Andri Snær skorar eftir gegnumbrot
|
| 51:40
|
| Sveinbjörn ver
|
| 52:10
| 17-23
| Hörður Fannar skorar af línunni
|
| 52:30
|
| Sveinbjörn ver, ÍR fær boltann
|
| 52:50
|
| Sveinbjörn ver enn og aftur
|
| 53:10
|
| Brotið harkalega á Magnúsi og einn ÍR-ingur fær 2 mínútur
|
| 53:25
|
| Goran Gusic vippar í stöng en ekki inn því miður
|
| 53:50
|
| Þorvaldur nær boltanum
|
| 54:40
|
| ÍR kemst inn í sendingu og fá víti í kjölfarið
|
| 54:50
| 18-23
| Davíð skorar úr vítinu
|
| 55:05
| 18-24
| Magnús svarar með flottu marki
|
| 55:15
|
| Sveinbjörn ver, Akureyri með boltann
|
| 55:40
| 19-24
| Misheppnuð sending og Davíð skorar fyrir ÍR úr hraðaupphlaupi
|
| 55:55
|
| Skot í stöng, ÍR með boltann
|
| 56:00
|
| Sveinbjörn ver úr dauðafæri, Akureyri með boltann
|
| 56:40
|
| ÍR taka tvo menn úr umferð
|
| 57:30
| 20-24
| ÍR skorar úr hraðaupphlaupi
|
|
|
| Akureyri tekur leikhlé
|
|
|
| Það er búið að vera smáhökt í sóknarleiknum síðustu sóknir en vonandi að hann smelli í gang aftur.
|
| 58:13
|
| Höndin er uppi
|
| 58:20
|
| Dæmd töf á Akureyri
|
| 58:45
| 21-24
| ÍR skora
|
| 59:15
|
| Goran Gusic með skot framhjá
|
| 59:25
|
| Leikurinn er stopp, verið að skúra gólfið
|
| 59:30
| 22-24
| Ólafur Sigurgeirsson skorar
|
| 60:00
|
| Leikurinn er búinn með sigri Akureyrar
|
|
|
| Mörk Akureyrar skiptust þannig: Magnús 5, Andri Snær og Goran 4 hvor, Hörður Fannar og Jónatan 3 hvor, Heiðar Þór 2, Einar Logi, Þorvaldur og Rúnar 1 mark hver.
|
|
|
| Þökkum fyrir okkur í dag.
|
|
|
| Þökkum fyrir okkur í dag.
|