| Tími | Staða | Skýring |
|
|
| Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Íslandsmeistara Fram og Akureyrar í 18. umferð DHL-Deildar karla, leikurinn hefst klukkan 16:00. Með sigri kemur Akureyri sér í baráttuna um sæti í Deildarbikarnum en með tapi eru möguleikarnir á því litlir.
|
|
|
| Frétt af leikmannahópi Akureyrar Þorvaldur Þorvaldsson mun ekki leika í dag vegna meiðsla. Ekki er víst hvaða leikmaður kemur inn í hóp fyrir hann. Þá er einnig Friðrik Sæmundur Sigfússon liðsstjóri Akureyrar fjarri góðu gamni og kemur í hans stað Stefán Rúnar Árnason á bekkinn.
|
|
|
| Það er farið að styttast gríðarlega í leikinn
|
|
|
| Lýsingin verður með aðeins öðrum hætti í dag heldur en venjulega vegna þess að Stefán Árnason er á bekknum sem liðsstjóri
|
|
|
| Búið er að kynna liðin
|
| 01:00
| 0-1
| Ásbjörn skorar og kemur Akureyri yfir
|
| 01:25
| 1-1
| Stefán skorar fyrir Fram
|
| 02:30
| 1-2
| Magnús skorar frábært mark
|
|
|
| Byrjunarlið Akureyrar: Andri vinstra horn, Magnús vinstri skytta, Ásbjörn leikstjórnandi, Einar Logi hægri skytta, Jankovic hægra horn og Hörður Fannar á línu
|
| 03:26
| 2-2
| Þorri Gunnarsson skorar fyrir Fram og jafnar
|
| 04:30
|
| Fram á víti
|
| 04:32
|
| Hreiðar Levý ver vítið!
|
| 04:32
|
| Jóhann Gunnar tók vítið fyrir Framara en Hreiðar varði eins og fyrr kom fram
|
| 05:00
| 2-3
| Einar Logi skorar fyrir Akureyri
|
| 05:12
|
| Akureyri er að spila 3-2-1 vörn með Andra Snæ fyrir framan
|
| 05:55
| 3-3
| Einar Ingi Hrafnsson skorar fyrir Fram
|
| 06:50
| 3-4
| Hörður Fannar skorar fyrir Akureyri, flott byrjun
|
| 07:01
|
| Vörn Akureyrar er fín en hefur þó opnast nokkrum sinnum
|
| 08:00
| 4-4
| Andri Berg Haraldsson jafnar enn fyrir Framara
|
| 09:00
| 4-5
| Hörður Fannar skorar gott mark
|
|
|
| Hörður Fannar fær 2 mínútna brottvísun eftir brot á Jóhanni
|
| 10:02
|
| Brotið var mjög furðulegt og í raun mjög gróft. Leikurinn er stopp, áhorfendur í Safamýri heimta rautt spjald en Hörður sleppur með 2 mínútur
|
| 10:03
|
| Leikurinn er hafinn að nýju
|
| 10:20
| 5-5
| Einar Ingi Hrafnsson skorar fyrir Fram
|
| 11:00
|
| Björgvin ver frá Jankovic
|
| 11:10
| 6-5
| Andri Berg kemur Fram yfir í fyrsta skiptið í leiknum
|
| 12:00
| 7-5
| Stefán skorar fyrir Framara
|
|
|
| Aigars situr á varamannabekknum og borar í nefið!
|
| 13:22
|
| Framarar í sókn, bæði lið með fullskipað lið
|
| 14:20
|
| Framarar fá vítakast
|
| 14:30
| 8-5
| Einar Ingi Hrafnsson skorar úr vítinu
|
|
|
| Verulega slæmur kafli hér hjá Akureyri, þeir hafa ekki skorað núna í rúmlega 5 mínútur og hafa fengið á sig 4 mörk á sama tíma
|
| 15:15
| 8-6
| Hörður Fannar skorar með laglegu skoti fyrir utan
|
| 15:35
| 9-6
| Stefán skorar hinsvegar strax fyrir Framara
|
| 15:55
|
| Goran Gusic skýtur yfir
|
| 16:45
| 9-7
| Jankovic skorar úr horninu
|
| 17:48
|
| Tíminn er stopp
|
|
|
| Atli Ævar kemur inn á og einnig er Rúnar kominn inn
|
| 18:00
| 9-8
| Goran Gusic minnkar muninn
|
| 18:35
|
| Sveinbjörn kemur í mark Akureyrar og lína dæmd á Fram
|
| 18:50
| 9-9
| Jankovic jafnar leikinn með flottu marki
|
| 19:10
| 10-9
| Hjörtur Hinriksson skorar fyrir Fram
|
|
|
| Andri Snær klikkar fínu færi og Fram með boltann
|
| 20:00
| 10-10
| Atli Ævar skorar og jafnar leikinn
|
| 20:35
|
| Jankovic klikkar dauðafæri, Akureyri er alltaf í sókn!
|
| 21:00
|
| Leikurinn er í járnum
|
| 21:50
| 11-10
| Andri Berg skorar fyrir Fram
|
| 22:00
|
| Rúnar fiskar víti sem Goran mun taka
|
| 22:10
|
| Goran Gusic hinsvegar klikkar
|
| 22:40
| 12-10
| Andri Berg skorar fyrir Framara
|
| 23:35
| 12-11
| Jankovic skorar gott mark
|
| 24:00
| 13-11
| Einar Ingi Hrafnsson skorar fyrir Framara
|
| 25:00
|
| Andri Berg fær 2 mínútna brottvísun en Andri Snær klikkar dauðafæri
|
| 25:21
|
| Hörður Fannar stelur boltanum
|
| 25:40
| 13-12
| Jankovic skorar
|
| 26:30
| 14-12
| Hjörtur Hinriksson skorar „skelfilegt“ mark
|
| 26:41
|
| Andri Berg kemur aftur inn en fær strax 2 mínútur aftur
|
| 26:42
|
| Leikurinn hefst að nýju eftir hlé
|
| 27:00
| 14-13
| Magnús skorar gott mark
|
| 27:52
|
| Hörður Fannar fær 2 mínútna brottvísun, ritara heimasíðunnar fannst leikmaður Fram kasta sér niður og fiska Hörð útaf
|
| 28:07
|
| Fram tekur leikhlé
|
| 28:08
|
| Leikurinn hefst að nýju
|
| 28:16
|
| Sveinbjörn ver frá Siffa og Akureyri með boltann
|
|
|
| Aigars hinsvegar fær dæmdan á sig ruðning
|
| 28:44
|
| Tíminn er stopp, verið að þurrka á gólfinu
|
| 28:45
|
| Leikurinn hefst að nýju
|
|
|
| Skref dæmd á Serenko leikmann Fram
|
| 29:25
|
| Akureyri tekur leikhlé
|
| 29:26
|
| Leikurinn hafinn að nýju
|
| 29:30
| 14-14
| Jankovic jafnar
|
|
|
| Akureyri nær boltanum
|
| 30:00
| 15-14
| En Hjörtur Hinriksson nær að koma boltanum í net Akureyrar og Framarar leiða 15-14 í hálfleik
|
|
|
| Mörk Akureyrar: Jankovic 5, Hörður Fannar 3, Magnús 2, Ásbjörn 1, Atli Ævar 1, Einar Logi 1 og Goran Gusic 1
|
|
|
| Seinni hálfleikur er að hefjast
|
| 30:01
|
| Síðari hálfleikur er hafinn
|
| 30:30
| 16-14
| Jóhann Gunnar Einarsson skorar fyrir Fram
|
| 31:20
| 16-15
| Goran Gusic skorar og minnkar muninn
|
| 31:42
|
| Rúnar fær 2 mínútna brottvísun
|
| 32:10
| 17-15
| Stefán skorar og Sveinbjörn fer útaf fyrir Hreiðar Levý. Sveinbjörn átti ekki sinn besta leik á þessum kafla þar sem hann var inná
|
| 33:10
|
| Akureyri missir boltann
|
| 33:15
| 18-15
| Einar Ingi skorar fyrir Fram
|
| 34:00
|
| Akureyri með fullskipað lið en missir boltann
|
| 34:05
|
| Hreiðar Levý ver og Akureyri fær boltann á ný
|
| 34:24
|
| Tíminn er stopp, Framaralagið er í spilun
|
| 34:45
|
| Framarar fá víti, það var af ódýrari gerðinni
|
| 34:55
| 19-15
| Einar Ingi Hrafnsson skorar
|
|
|
| Vörnin hjá Akureyri heldur engan veginn og sóknarleikur Akureyrar er þunglamalegur
|
| 35:40
|
| Brjánn leikmaður Fram fær 2 mínútur en Framarar eru með boltann, Jankovic klikkaði
|
| 36:24
|
| Akureyri fær víti, Goran Gusic náði í það
|
| 36:25
|
| Goran Gusic klikkar aftur á víti, Magnús Ellertsson varði
|
|
|
| Magnús Ellertsson ver vel frá Akureyringum sem eru einum fleiri
|
| 37:20
|
| Magnús fær dæmdan á sig ruðning, leikur Akureyrar er skelfilegur
|
| 38:00
| 19-16
| Goran Gusic skorar eftir mikla markaþurrð
|
| 38:30
|
| Hreiðar Levý ver frá Stefáni og Akureyri með boltann
|
| 39:00
|
| Goran Gusic skýtur boltanum í stöngina
|
| 39:20
|
| Einar Logi kemur aftur inn á og tekur Siffa úr umferð
|
| 39:40
| 20-16
| Andri Berg Haraldsson skorar fyrir Framara
|
| 40:20
| 21-16
| Andri Berg skorar enn eitt mark fyrir Fram
|
| 41:00
| 21-17
| Jankovic skorar
|
|
|
| Er eitthvað lífsmark í Akureyrar liðinu?
|
| 41:20
|
| Hreiðar Levý ver og Akureyri með boltann
|
| 41:35
|
| Jankovic skýtur yfir í dauðafæri
|
| 42:00
|
| Hreiðar Levý ver loksins frá Andra Berg
|
| 42:25
|
| Þessi sókn Akureyrar gæti reynst mikilvæg
|
| 42:30
| 22-17
| Goran Gusic klikkar dauðafæri og Hjörtur Hinriksson skorar
|
| 43:10
| 22-18
| Einar Logi skorar mikilvægt mark
|
| 43:25
|
| Hjörtur Hinriksson skýtur í stöng, Akureyri með boltann
|
| 43:40
|
| Aigars missti boltann, Jóhann Gunnar fékk boltann en klikkaði í upplögðu færi og Akureyri með boltann
|
| 44:00
| 23-18
| Rúnar missti boltann og það kostaði mark í bakið
|
| 44:35
|
| Akureyri fær vítakast
|
|
|
| Rúnar mun taka það
|
| 44:40
| 23-19
| Rúnar skorar af miklu öryggi
|
| 45:10
|
| Andri Berg með skot í stöng fyrir Framara
|
| 45:23
|
| Hörður Fannar missir boltann á línunni
|
| 45:30
|
| Tíminn er stopp, Brjánn leikmaður Fram liggur meiddur eftir
|
|
|
| Akureyri hinsvegar á boltann
|
|
|
| Sjúkraþjálfari Fram nuddar hnésbót Brjáns á meðan hann heldur um Höfuð sitt
|
|
|
| Akureyri er með stöðugar skiptingar, nú er Heiðar Þór kominn inn
|
| 45:31
|
| Leikurinn hefst að nýju
|
| 45:40
|
| Heiðar Þór missir boltann
|
| 45:45
|
| Framarar fá vítakast
|
| 45:50
| 24-19
| Einar Ingi skorar úr vítakastinu
|
| 45:52
|
| Akureyri tekur leikhlé og Sævar Árnason messar svo sannarlega yfir sínum mönnum
|
| 45:53
|
| Leikurinn hefst að nýju
|
| 46:05
|
| Akureyri missir boltann en Hreiðar Levý ver frá Hirti Hinrikssyni
|
| 46:50
|
| Akureyri er með boltann
|
| 46:57
|
| Magnús með skelfilegt skot en þeir ná boltanum á ný
|
| 47:43
|
| Tíminn er stopp, sóknarleikur Akureyrar er mjög slakur
|
| 47:55
|
| Magnús skýtur í varnarvegg Fram og Framarar ná boltanum
|
| 48:05
|
| Goran Gusic fær 2 mínútna brottvísun
|
|
|
| Hreiðar Levý ver enn og aftur en því miður eru aðrir leikmenn í liðinu ekki að standa sig eins vel og hann
|
| 49:00
|
| Magnús með skot framhjá
|
| 49:30
| 25-19
| Stefán skorar fyrir Framara
|
|
|
| Sóknarleikur Akureyrar er skelfilegur, enginn þorir að taka af skarið, menn eru ragir í sóknartilburðum sínum
|
| 50:00
|
| Akureyri með fullskipað lið
|
| 50:10
|
| Hörður Fannar með skot fyrir utan sem er varið
|
| 50:50
|
| Akureyri stelur boltanum
|
| 50:55
| 25-20
| Heiðar Þór skorar úr hraðaupphlaupi
|
| 51:30
| 25-21
| Magnús skorar gott mark Er líf eftir dauðann?
|
| 52:10
| 26-21
| Andri Berg skorar enn og aftur fyrir Fram, alltaf finnst manni að það eigi að koma í veg fyrir þessi mörk frá Andra
|
| 52:50
|
| Akureyri er með boltann
|
| 53:26
|
| Magnús með skot sem er auðveldlega varið
|
| 54:00
| 26-22
| Hreiðar varði frá Andra Berg og Andri Snær skorar frábært mark, hann er kominn inná fyrir Heiðar
|
| 54:25
|
| Hjörtur Hinriksson með skot í stöng, Akureyri með boltann
|
| 55:00
| 26-23
| Magnús skorar sirkusmark
|
|
|
| Rúnar senti sirkussendinguna á Magnús
|
|
|
| Fimm mínútur eftir, þriggja marka munur, hvað gerist?
|
|
|
| Stefán Rúnar Árnason fær gult spjald á bekk Akureyrar
|
| 55:30
| 27-23
| Andri Berg skorar
|
| 55:40
| 27-24
| Hörður Fannar skorar strax
|
| 56:00
|
| Ruðningur dæmdur á Framara, Akureyri því með boltann
|
| 56:30
|
| Magnús reynir en nafni hans Ellertsson ver
|
| 57:00
| 27-25
| Andri Snær stelur boltanum og minnkar muninn, það er ennþá möguleiki
|
| 57:20
|
| Framarar taka leikhlé
|
|
|
| Hvað gerist á næstu mínútum?
|
| 57:21
|
| Leikurinn er hafinn að nýju
|
| 57:30
|
| Einar Logi brýtur á Siffa
|
| 58:00
|
| Höndin er komin upp
|
| 58:10
|
| Akureyri með boltann
|
| 58:20
| 27-26
| Magnús skorar mjög mikilvægt mark
|
|
|
| Akureyri er að spila frábæra vörn
|
| 58:50
|
| Tíminn er stopp, verið að þurrka, ekkert að gerast hjá Fram í sókn
|
| 58:51
|
| Höndin kemur væntanlega upp fljótlega
|
| 59:00
|
| Fram fær aukakast
|
| 59:10
|
| Fram enn með boltann
|
| 59:20
| 28-26
| Siffi skorar fyrir Fram
|
| 59:30
|
| Akureyringar missa boltann, nú er þetta búið
|
| 59:30
|
| Tíminn er stopp, Framarar með boltann, verið að þurrka gólfið
|
| 59:31
|
| Framarar hefja sóknina
|
| 59:50
| 29-26
| Andri Berg skorar
|
| 60:00
| 29-27
| Hörður Fannar skorar
|
|
|
| Sóknarleikur Akureyrar varð liðinu að falli í dag
|
|
|
| Íslandsmeistarar Fram vinna því afar mikilvægan sigur á Akureyri 29-27, möguleikarnir á sæti í Deildabikarnum fara allir eftir því hvernig fer hjá Stjörnunni og ÍR
|
|
|
| Mörk Akureyrar: Jankovic 6, Magnús 5, Hörður Fannar 5, Goran 3, Einar Logi 2, Andri Snær 2, Atli Ævar 1, Ásbjörn 1, Heiðar Þór 1 og Rúnar 1
|
|
|
| Bein Lýsing þakkar fyrir sig og bendir á næsta leik Akureyrar sem er 11. apríl í KA-Heimilinu gegn Fylki.
|
|
|
| Heimasíðan þakkar Kristjáni Aðalsteinssyni fyrir hjálpina í Beinu Lýsingunni.
|